Arnfríður Gunnarsdóttir (Brekkuhúsi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Arnfríður Gunnarsdóttir vinnukona fæddist 1774 og lést 6. júlí 1859.
Foreldrar hennar voru Gunnar Hafliðason bóndi og lögréttumaður í Götu í Hrunamannahreppi, f. um 1718, d. 2. mars 1785, og kona hans Ingibjörg Magnúsdóttir húsfreyja frá Gröf í Hrunamannahreppi, f. (1720).

Arnfríður var vinnukona á Úlfsstöðum í Reykholtsdal í Borg. 1801, líklega á Baugsstöðum í Flóa 1810.
Hún var ógift vinnukona í Brekkuhúsi 1816, 42 ára vinnukona í Kornhól 1820, 1821, 1824, í Stakkagerði 1825, var ekki á sóknarmannatali Ofanleitissóknar 1826, húskona í húsi Jóns Þorbjörnssonar 1827. Það mun hafa verið húsið, sem nefndist Jónshús 1828, síðar Hlíðarhús.
Arnfríður var í Árnahúsi (Árni Hafliðason) 1833, sjálfrar sín í Dalahjalli hjá Kristínu Guðmundsdóttur dóttur sinni 1834, í Steinmóðshúsi 1836.
Arnfríður var ógift vinnukona í Kornhól 1840, handverkskona hjá Sigríði Bjarnadóttur og Helga Jónssyni í Kornhól 1845 og 1850, 81 árs húskona og lifði á handiðnum þar 1855, 83 ára niðursetningur í Kornhól 1857.
Arnfríður lést 1859, niðursetningur í Elínarhúsi.

I. Barnsfaðir Arnfríðar var Þorbjörn Sigurðsson vinnumaður á Úlfsstöðum í Hálsasveit í Borgarfirði, f. 8. október 1776, d. 13. febrúar 1808 úr brjóstveiki. Foreldrar hans voru Sigurður Pálsson, þá bóndi á Norðurreykjum í Hálsasveit, f. um 1726, d. 7. júlí 1795, og síðari kona hans Sigríður Þorleifsdóttir húsfreyja, f. 9. nóvember 1735, d. 22. nóvember 1786.
Barn þeirra var
1. Ragnhildur Þorbjörnsdóttir, f. 3. desember 1801, d. 31. ágúst 1855, húsfreyja í Einarsnesi í Borgarhreppi. Barnsfaðir Bjarni Jónsson, f. 2. mars 1788, d. 8. maí 1863. Barnsfaðir Sæmundur Jónsson, f. 1814, d. 2. júlí 1835. Barnsfaðir Sigurður Sigurðsson. Maður hennar Þorkell Jónsson, f. um 1795.

II. Barn Arnfríðar var
2. Kristín Guðmundsdóttir húsfreyja í Dalahjalli, húskona í Litlakoti, f. 1810, d. 9. febrúar 1887. Maður hennar Sigurður Sigurðsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Borgfirzkar æviskrár. Margir höfundar. Sögufélag Borgarfjarðar 1969-2007.
  • Íslendingabók.is.
  • Lögréttumannatal. Sögurit. Einar Bjarnason. Sögufélag gaf út. Ísafoldarprentsmiðja h.f. 1952-1955.
  • Magnús Haraldsson.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.