Axel Bjarnasen (Dagsbrún)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Axel Antonsson Bjarnasen.

Axel Antonsson Bjarnasen kennari, vigtarmaður fæddist 3. febrúar 1895 í Steinum og lést 25. september 1967.
Foreldrar hans voru Anton Gísli Emil Pétursson Bjarnasen verslunarstjóri, f. 6. desember 1864, d. 21. mars 1916, og kona hans Sigríður Guðmundsdóttir Bjarnasen húsfreyja, f. 29. desember 1859 á Arnarbæli í Ölfusi, d. 5. mars 1955.

Börn Antons og Guðrúnar Jónsdóttur:
1. Jóhann Antonsson Bjarnasen f. 26. júní 1885, d. 24. september 1953.
2. Karl Antonsson Bjarnasen, f. 18. október 1889, d. 1915.
Börn Antons og konu hans Sigríðar Guðmundsdóttur:
3. Axel Antonsson Bjarnasen, f. 3. febrúar 1895 í Steinum, d. 25. september 1967.
4. Óskar Antonsson Bjarnasen, f. 21. mars 1899, d. 22. október 1957.

Axel var með foreldrum sínum í æsku, flutti með þeim til Víkur í Mýrdal 1895 og þaðan til Eyja 1900.
Hann var lærisveinn í Hafnarfirðir 1910, varð gagnfræðingur í Menntaskólanum í Reykjavík.
Hann var verslunarfulltrúi í Dagsbrún 1920, verkamaður þar 1927 og 1930 með Sigríði konu sinni og Lindu, barni þeirra, og Sigríði móður Axels, verkamaður þar 1934, kennari þar 1940, vigtarmaður þar 1945, vigtarmaður á Herjólfsgötu 9 1949.
Axel var tungumálakennari í Eyjum meira og minna frá 1921, í unglingaskóla í 2 ár, Gagnfræðaskólanum í 6 ár og í námsflokkum í Eyjum. Hann var dómtúlkur í ensku, þýsku, dönsku og frönsku í Eyjum í nær 20 ár.
Hann var varðmaður í togurum, sem teknir höfðu verið vegna brota, um tuttugu ára skeið.
Axel var vigtarmaður, stefnuvottur og skrifari bæjarstjórnar.
Þau Sigríður giftu sig 1926, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu í Dagsbrún og á Herjólfsgötu 9.
Sigríður lést 1961 og Axel 1967.

I. Kona Axels, (16. apríl 1926), var Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir frá Garðsstöðum á Stokkseyri, f. 14. febrúar 1896, d. 22. maí 1961.
Barn þeirra:
1. Linda Grüner Axelsdóttir Bjarnasen húsfreyja, f. 9. mars 1921, d. 23. desember 2006. Maður hennar Sigurður Finnsson, látinn. Sambýlismaður Þorsteinn Mikael Sigurðsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.