Fjóla Brynlaug Benediktsdóttir
Fjóla Brynlaug Benediktsdóttir húsfreyja, verslunarmaður fæddist 21. júlí 1951
Foreldrar hennar voru Benedikt Snorri Sigurbergsson, f. 25. nóvember 1930, d. 17. ágúst 2002, og Hanna Kristín Brynjólfsdóttir húsfreyja, f. 21. júní 1929, d. 17. mars 2023.
Börn Hönnu og Benedikts:
1. Fjóla Brynlaug Benediktsdóttir, húsfreyja, verslunarmaður, f. 21. júlí 1951 í Eyjum.
2. Freyja Bergþóra Benediktsdóttir, húsfreyja, sjúkraliði, f. 28. júní 1953 í Eyjum.
3. Guðjón Örn Benediktsson, vélstjóri, bifvélavirki, býr í Svíþjóð, f. 10. september 1954 í Stóru-Mörk.
4. Elías Valur Benediktsson, rafsuðumaður, f. 10. janúar 1958 í Eyjum.
5. Birna Sigurbjörg Benediktsdóttir, húsfreyja á Tálknafirði, f. 8. júní 1960 í Eyjum.
6. Sigurbergur Logi Benediktsson, rafvirkjameistari, f. 24. október 1965 í Eyjum.
Þau Hreggviður giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau skildu.
Þau Ingvar giftu sig, hafa ekki eignast börn saman. Þau búa í Hfirði.
I. Fyrrum maður Fjólu er Hreggviður Davíðsson úr Hfirði, vélvirki, f. 8. febrúar 1953. Foreldrar hans Guðrún Guðbjörg Einarsdóttir, f. 5. janúar 1917, d. 16. apríl 1996, og Davíð Davíðsson, f. 21 ágúst 1903, d. 11. janúar 1981.
Börn þeirra:
1. Benedikt Davíð Hreggviðsson, f. 16. desember 1970.
2. Jón Hreggviðsson, f. 3. október 1974.
II. Maður Fjólu er Ingvar Ingvarsson úr Hfirði, vélvirki, f. 17. júlí 1951. Foreldrar hans Sigríður Jónsdóttir, f. 20. október 1910, d. 24. ágúst 2002, og Ingvar Ingimundarson, f. 21. september 1897, d. 12. apríl 1974.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Fjóla.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.