Bergþóra Þórðardóttir (Bergi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Bergþóra Þórðardóttir.

Bergþóra Þórðardóttir frá Bergi, húsfreyja fæddist þar 24. mars 1924 og lést 16. júlí 2004.
Foreldrar hennar voru Þórður Jónsson frá Gamla-Hrauni á Eyrarbakka, skipstjóri, skipasmiður, f. 10. júní 1887, d. 1. febrúar 1939, og bústýra hans Kristín Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 26. júlí 1889, d. 4. apríl 1982.

Börn Kristínar og Þórðar:
1. Jónína Ásta Þórðardóttir húsfreyja, f. 27. nóvember 1918, d. 28. september 1995.
2. Bergþóra Þórðardóttir húsfreyja, f. 16. mars 1924, d. 16. júlí 2004.

Barn Þórðar og Sigríðar Guðmundsdóttur frá Stóru-Hildisey í A-Landeyjum, vinnukonu á Bergi, síðar húsfreyja í Hamragörðum u. V-Eyjafjöllum, f. 13. ágúst 1886, d. 19. júní 1956:
3. Jóhann Gunnar Þórðarson, f. 9. mars 1919, d. 9. febrúar 1920.

Barn Þórðar og Guðrúnar Þórðardóttur verkakonu, f. 31. ágúst 1882, d. 1. mars 1978:
4. Jón Sigurður Þórðarson skipasmiður, f. 17. júní 1921, d. 7. maí 2017.

Barn Þórðar og Petrúnar Ólafar Ágústsdóttur, f. 14. maí 1898 á Nesi í Norðfirði, d. 5. mars 1985:
5. Sveinbjörg Alma Þórðardóttir, f. 22. desember 1925, d. 28. mars 1936 af Keflavíkurbrunanum.

Börn Þórðar og konu hans Kristbjargar Stefánsdóttur húsfreyju, síðar í Skálanesi, f. 12. júlí 1896, d. 8. mars 1984:
6. Álfheiður Lára Þórðardóttir í Skálanesi, f. 26. febrúar 1928, d. 28. desember 2005.
7. Oddný Guðbjörg Þórðardóttir í Skálanesi, f. 15. ágúst 1929, d. 23. október 1998.
8. Ingibjörg Jónína Þórðardóttir í Skálanesi, f. 11. ágúst 1932.
9. Þóra Þórðardóttir í Skálanesi, f. 16. apríl 1939.

Bergþóra var með móður sinni á Bergi 1930 og enn 1945.
Hún var við nám í Húsmæðraskóla Ísafjarðar 1947.
Hún giftist Lárusi 1948, varð stjúpmóðir barna hans frá fyrra hjónabandi hans.
Þau bjuggu á Kirkjuvegi 43, fluttust til Reykjavíkur í Gosinu og bjuggu í Eskihlíð 29, en sneru til Eyja eins fljótt og auðið var.
Lárus lést 1990.
Bergþóra flutti til Reykjavíkur og bjó í Eskihlíð 29 meðan heilsa leyfði, en síðan á sjúkrastofnunum.
Hún lést 2004.

I. Maður Bergþóru, (24. júlí 1948), var Lárus Ársæll Ársælsson forstjóri, útgerðarmaður, f. 9. maí 1914, d. 13. ágúst 1990.
Börn Lárusar og stjúpbörn Bergþóru:
1. Sigríður Lárusdóttir húsfreyja í Eyjum og Reykjavík, f. 23. janúar 1936 í Skálholti.
2. Ársæll Lárusson rafvirkjameistari í Eyjum, f. 6. nóvember 1939 í Skálholti.
3. Ágústa Lárusdóttir húsfreyja, talsímakona, skrifstofumaður í Reykjavík, f. 10. júní 1941 á Kirkjuvegi 43, síðast í Kópavogi, d. 5. júlí 2017.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.