Bergþóra Magnúsdóttir (Bergholti)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Bergþóra Magnúsdóttir frá Bergholti, húsfreyja fæddist 10. maí 1910 í Norðurbúðarhjáleigu (nú Lækjarhvammur) í A-Landeyjum og lést 5. desember 1997 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Magnús Magnússon frá Búðarhóls-Norðurhjáleigu í A-Landeyjum, (nú Lækjarhvammur), bóndi, trésmiður og garðyrkjumaður í Bergholti, á Lyngbergi og síðast í Hljómskálanum, f. 4. febrúar 1881, d. 30. apríl 1974, og kona hans Sigríður Hróbjartsdóttir frá Rauðafelli u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 4. apríl 1882, d. 15. apríl 1953.
Börn Sigríðar og Magnúsar voru:
1. Guðrún Magnúsína Magnúsdóttir, f. 28. apríl 1907, d. 12. október 1907.
2. Magnús Axel Magnússon, f. 7. október 1908, d. 14. júní 1912.
3. Guðríður Amalía Magnúsdóttir húsfreyja, f. 7. október 1908, d. 12. maí 1986.
4. Bergþóra Magnúsdóttir húsfreyja í Kópavogi, f. 10. maí 1910, d. 5. desember 1997.
5. Gróa Tómasína Magnúsdóttir öryrki, f. 23. maí 1914, d. 23. júní 1953.
6. Sveinn Hróbjartur Magnússon vélstjóri, trésmiður, lögregluþjónn, kennari, f. 22. júlí 1921 í Litla-Bergholti, d. 26. september 2008.
Fósturdóttir hjónanna var
7. Oddný Kristín Lilja Sveinsdóttir húsfreyja, kennari, organisti í Neðri-Hundadal í Dalas., f. 1. júní 1925, d. 11. febrúar 2016.

Bergþóra var með foreldrum sínum í æsku, í Bergholti 1913-1932, á Lyngbergi 1932-1941.
Þau Ólafur giftu sig 1941, bjuggu á Lyngbergi og þar fæddist Sigurður sonur þeirra 1945.
Þau fluttu til Lands, bjuggu í sambýli við foreldra Ólafs að Kársnesbraut 75 og bjuggu þar meðan bæði lifðu.
Ólafur lést 1990.
Bergþóra flutti að Kópavogsbraut 1B og bjó þar síðan.
Hún lést 1997.

I. Maður Bergþóru, (25. október 1941), var Ólafur Önundarson parketlagningamaður, f. 21. september 1915, d. 27. júlí 1990.
Barn þeirra:
1. Sigurður Ólafsson parketmaður, stofnandi Parka ehf. í Reykjavík, rekur nú gistiheimilið Giljaland í Skaftártungu, V-Skaft. ásamt konu sinni, f. 2. júní 1945 á Lyngbergi. Kona hans Þuríður Ágústa Jónsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.