Lilja Sveinsdóttir (kennari)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Lilja Sveinsdóttir.

Oddný Kristín Lilja Sveinsdóttir húsfreyja, kennari fæddist 1. júní 1925 í Langholti við Vestmannabraut 48a og lést 11. febrúar 2016 í Silfurtúni í Búðardal.
Foreldrar hennar voru Sveinn Guðmundsson kaupmaður, bæjarfulltrúi, f. 17. apríl 1905 á Grænanesi í Norðfirði, d. 16. ágúst 1981, og barnsmóðir hans Kristín Elísabet Einarsdóttir frá Árnagerði í Fáskrúðsfirði, þá í Langholti, f. 21. júní 1901, d. 5. mars 1985.
Fósturforeldrar hennar frá tveggja vikna aldri voru Magnús Magnússon í Bergholti og Lyngbergi, síðast í Hljómskálanum, bóndi, trésmiður, garðyrkjumaður, f. 4. febrúar 1881, d. 30. apríl 1974, og kona hans Sigríður Hróbjartsdóttir húsfreyja, f. 4. apríl 1882, d. 15. apríl 1953.

Börn Sveins og Unnar Pálsdóttur:
1. Garðar Sveinsson, f. 11. mars 1931 í Baldurshaga, d. 8. janúar 2016.
2. Ásdís Sveinsdóttir læknaritari í Reykjavík, f. 16. júní 1932.
3. Aðalheiður Sveinsdóttir, f. 28. janúar 1936, d. 12. apríl 2012.

Börn Sigríðar Hróbjartsdóttur og Magnúsar:
1. Guðrún Magnúsína Magnúsdóttir, f. 28. apríl 1907, d. 12. október 1907.
2. Magnús Axel Magnússon, f. 7. október 1908, d. 14. júní 1912.
3. Guðríður Amalía Magnúsdóttir húsfreyja, f. 7. október 1908, d. 12. maí 1986.
4. Bergþóra Magnúsdóttir húsfreyja, f. 10. maí 1910, d. 5. desember 1997.
5. Gróa Tómasína Magnúsdóttir öryrki, f. 23. maí 1914, d. 23. júní 1953.
6. Sveinn Hróbjartur Magnússon vélstjóri, trésmiður, lögregluþjónn, kennari, f. 22. júlí 1921 í Litla-Bergholti, d. 26. september 2008.

Lilja var með fósturforeldrum sínum í æsku, með þeim í Bergholti, á Lyngbergi og í Hljómskálanum.
Hún nam í Kvöldskóla iðnaðarmanna í Eyjum 1942-1943, lauk námi í Kennaraskóla Íslands 1947, sat enskunámskeið í Newbold College á Englandi 1951. Hún sat námskeið í tónmennt 1975 og handmennt 1978.
Lilja var kennari við barnaskóla Sjöunda dags aðventista í Reykjavík 1947-1950 og 1952-1956.
Hún kenndi við barnaskóla aðventista í Eyjum 1950-1952.
Lilja kenndi börnum heima hjá sér í Dölum 1958-1966.
Þá var Lilja kennari við Hlíðardalsskóla í Ölfusi 1967-1968, var skólastjóri Barnaskólans í Búðardal 1968-1971.
Lilja var skólastjóri við Aðventistaskólann í Eyjum 1971-Goss 1973, Barnaskólann í Keflavík 1973-1974, Gagnfræðaskólann í Króksfjarðarnesi í A-Barð. 1974-1984, Barnaskóla aðventista í Reykjavík frá 1984-starfsloka.
Hún var organisti í Hjarðarholtskirkju, Kvennabrekkukirkju, Snóksdalskirkju og Stóra-Vatnshornskirkju.
Lilja var með fjölda sumarbarna í gegnum tíðina, einnig nokkur börn, sem voru allt árið hjá þeim, en sá sem var allra lengst var í sex ár.
Þau Hjörtur giftu sig 1956, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Neðri-Hundadal í Dölum.
Hjörtur lést 2013 og Lilja 2016.

I. Maður Lilju, (1. september 1956), var Hjörtur Einarsson bóndi í Neðri-Hundadal, hreppsnefndarmaður, f. 31. desember 1918 í Neðri-Hundadal, d. 23. desember 2013. Foreldrar hans voru Einar Jónsson bóndi, f. 3. júlí 1886 í Neðri-Hundadal, d. 2. mars 1966, og kona hans Lára Lýðsdóttir frá Litla-Langadal á Skógarströnd, húsfreyja, f. 27. júní 1896, d. 25. mars 1986.
Börn þeirra:
1. Sigríður Hjartardóttir húsfreyja, skrifstofumaður í Reykjavík, f. 9. febrúar 1958. Maður hennar Helgi Reynisson.
2. Sigursteinn Hjartarson bóndi í Neðri-Hundadal, f. 10. september 1959. Kona hans María G. Líndal.
3. Kristín Lára Hjartardóttir húsfreyja, starfsmaður Nóa-Síríus í Reykjavík, f. 2. október 1965. Maður hennar Jóhann Hreggviðsson.
4. Signý Harpa Hjartardóttir húsfreyja, sjúkraliði, sagnfræðingur, skjalavörður á Selfossi, f. 13. janúar 1970. Maður hennar Axel Hafsteinn Gíslason.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Morgunblaðið 22. febrúar 2016 og 3. janúar 2014. Minning hjónnna.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.


[[Flokkur: Organistar] [[Flokkur: Íbúar við Vestmannabraut]