Bergþóra Valgeirsdóttir (Skjaldbreið)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Bergþóra Sonja Valgeirsdóttir.

Bergþóra Sonja Valgeirsdóttir húsfreyja, verslunarmaður fæddist 10. ágúst 1938 í Hfirði og lést 26. október 2015.
Foreldrar hennar Hansína Jónsdóttir húsfreyja, f. 4. ágúst 1916, d. 22. júní 1989, og kjörfaðir Einar Valgeir Sigurjónsson múrarameistari, f. 4. júlí 1916, d. 31. maí 1999.

Börn Hansínu og Valgeirs:
1. Bergþóra Sonja Valgeirsdóttir, (kjörbarn Einars) húsfreyja, f. 10. ágúst 1938 í Hafnarfirði, d. 26. október 2015. Maður hennar Ellert Svavarsson.
2. Valgerður Valgeirsdóttir húsfreyja, f. 5. október 1941 á Skjaldbreið. Maður hennar Andrés Ólafsson.
3. Guðbjörg Valgeirsdóttir húsfreyja í Hafnarfirði, f. þar 13. desember 1944. Maður hennar Gottskálk Guðjónsson.
4. Ólafur Arnar Valgeirsson kaupmaður í Svíþjóð, f. 26. desember 1948 í Hafnarfirði. Kona Ragna Ólafsdóttir.

Þau Ellert giftu sig, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Hfirði.

I. Maður Bergþóru Sonju er Ellert Svavarsson, f. 22. apríl 1932. Foreldrar hans Jón Svavar Ellertsson, f. 11. janúar 1911, d. 18. júlí 1992, og Helga Sigríður Sigurðardóttir, f. 3. júlí 1909, d. 26. september 1987.
Börn þeirra:
1. Svavar Ellertsson, f. 20. apríl 1956.
2. Valgeir Ellertsson, f. 30. júlí 1957.
3. Sigríður Ellertsdóttir, f. 8. desember 1962.
4. Hansína Ellertsdóttir, f. 19. apríl 1964.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.