Hansína Jónsdóttir (Skjaldbreið)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Hansína Kristín Jónsdóttir frá Miðjanesi í Reykhólahreppi, Barð., húsfreyja í Hafnarfirði fæddist 4. ágúst 1916 að Miðjanesi og lést 22. júní 1989.
Foreldrar hennar voru Jón Lárus Hansson bóndi, síðar kaupmaður á Hvammstanga og í Reykjavík, f. 24. júní 1864, d. 19. maí 1941 og Guðrún Árnadóttir húsfreyja, f. 10. júní 1898, d. 3. maí 1975.

Hansína var með foreldrum sínum í Hlíð í Reykhólahreppi 1920, var í Móakoti í Kálfatjarnarsókn, Gull 1930.
Hún eignaðist Bergþóru Sonju 1938.
Þau Einar Valgeir bjuggu á Skjaldbreið 1940, eignuðust Valgerði þar 1941. Þau eignuðust þrjú börn og Bergþóra varð kjörbarn Valgeirs. Þau bjuggu lengst í Hafnarfirði, á Öldugötu 29, húsi, sem þau byggðu.
Hansína lést 1989. Valgeir dvaldi síðast á Hrafnistu í Reykjavík. Hann lést 1999.

I. Maður Hansínu Kristínar var Einar Valgeir Sigurjónsson sjómaður, múrari í Hafnarfirði, f. 4. júlí 1916 á Kirkjubæ, d. 31. maí 1999 í Reykjavík.
Börn þeirra:
1. Bergþóra Sonja Valgeirsdóttir, (kjörbarn Einars) húsfreyja, f. 10. ágúst 1938 í Hafnarfirði, d. 26. október 2015. Maður hennar Ellert Svavarsson.
2. Valgerður Valgeirsdóttir húsfreyja, f. 5. október 1941 á Skjaldbreið. Maður hennar Andrés Ólafsson.
3. Guðbjörg Valgeirsdóttir húsfreyja í Hafnarfirði, f. þar 13. desember 1944. Maður hennar Gottskálk Guðjónsson.
4. Ólafur Arnar Valgeirsson kaupmaður í Svíþjóð, f. 26. desember 1948 í Hafnarfirði. Kona Ragna Ólafsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 8. júní 1999. Minning Valgeirs.
  • Prestþjónustubækur.
  • Múraratal og steinsmiða. 2. útgáfa, aukin. Þorsteinn Jónsson, Brynjólfur Ámundason. Þjóðsaga 1993.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.