Bergur Guðnason (skipstjóri)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Bergur Guðnason sjómaður, stýrimaður, skipstjóri fæddist 24. desember 1964.
Foreldrar hans voru Guðni Grímsson frá Haukabergi við Vestmannabraut 11, vélstjóri, stýrimaður, skipstjóri, f. 13. nóvember 1934, d. 28. september 2017, og kona hans Esther Valdimarsdóttir frá Varmadal, húsfreyja, f. 10. desember 1938.

Bergur var með foreldrum sínum í æsku, í Einbúa við Bakkastíg 5, við Dverghamar 42.
Hann lauk prófum í Stýrimannaskólanum í Eyjum 1989.
Bergur hóf sjómennsku 16 ára, verið háseti, stýrimaður og skipstjóri, var 20 ár hjá Ufsabergi, nú hjá Vinnslustöðinni, á Breka, stýrimaður og afleysingaskipstjóri.
Þau Jónína giftu sig 1986, eignuðust fimm börn, en misstu eitt þeirra á fyrsta ári þess. Þau bjuggu við Ásaveg 31, búa nú í Litlagerði 2.

I. Kona Bergs, (24. maí 1986), er Jónína Björk Hjörleifsdóttir húsfreyja, sjúkraliði, ræstitæknir, listamaður, f. 24. maí 1966.
Börn þeirra:
1. Esther Bergsdóttir kennari, f. 31. júlí 1985. Barnsfaðir hennar Guðni Sigurður Guðjónsson. Maður hennar Guðgeir Jónsson.
2. Drengur Bergsson, f. 1987, d. 1987.
3. Ingvar Örn Bergsson sjómaður, f. 21. mars 1989.
4. Þórir Bergsson flugvirki, f. 29. júlí 1992. Sambúðarkona hans Viktoria Walczyk.
5. Inga Jóhanna Bergsdóttir, er við nám, f. 7. janúar 1999. Maður hennar Sindri Ólafsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.