Bernódus Þorkelsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Bernódus Þorkelsson.

Bernódus Þorkelsson fæddist 3. júní 1920 og lést 11. febrúar 1957. Hann bjó á Kirkjuvegi 11, Borgarhóli.

Bernódus var formaður á Hellisey 1954-1955 og Hilmi 1956.

Óskar Kárason samdi formannavísu um Bernódus:

Bernótus karfa krusar,
knár þó að ýfist bára,
Þorkeli bragn er borinn,
baldinn við sjó og kaldur.
Spyrðling á Hilmi hirðir,
hafið þó stormur skafi.
Garpurinn glímu snarpur,
góðan á formanns hróður.

Heimildir

  • Óskar Kárason. Formannavísur II. Vestmannaeyjum, 1956.
  • Viðbætur við heimildir: Gísli Eyjólfsson frá Bessastöðum

Frekari umfjöllun

Bernódus Þorkelsson frá Sandprýði, vélstjóri, skipstjóri fæddist 3. júní 1920 og lést 11. febrúar 1957. Foreldrar hans voru Þorkell Þórðarson frá Ormskoti í Fljótshlíð, sjómaður, verkamaður, f. 7. desember 1872, d. 14. júlí 1945, og kona hans Guðbjörg Jónsdóttir frá Tungu í Fljótshlíð, húsfreyja, f. 3. júlí 1884, d. 10. desember 1951.

Börn Guðbjargar og Þorkels:
1. Georg Þorkelsson skipstjóri, f. 4. ágúst 1906 á Gjábakka, d. 28. desember 1983.
2. Guðjón Þorkelsson skipstjóri, f. 12. september 1907 í Sandprýði, d. 8. desember 1982.
3. Þuríður Þorkelsdóttir ræstitæknir, forstöðumaður, f. 14. nóvember 1910 í Sandprýði, d. 3. ágúst 1981.
4. Helga Þorkelsdóttir húsfreyja, f. 11. nóvember 1913 í Sandprýði, síðast í Grindavík, d. 22. september 1980.
5. Húnbogi Þorkelsson vélvirkjameistari, f. 7. janúar 1916 í Sandprýði, d. 9. apríl 2002.
6. Bernódus Þorkelsson skipstjóri, f. 3. júní 1920 í Sandprýði, d. 11. febrúar 1957.
7. Aðalbjörg Þorkelsdóttir húsfreyja, starfsmaður Íþróttamiðstöðvarinnar, f. 5. mars 1924 í Sandprýði, d. 16. september 2010.
Fósturbarn Guðbjargar og Þorkels var
8. Helga Árnadóttir Bachmann húsfreyja, f. 26. júlí 1931, d. 16. nóvember 1999, en hún var dóttir Þuríðar dóttur þeirra.

Bernódus sótti vélstjóranámskeið í Eyjum 1941 og skipstjórnarnámskeið þar 1944.
Hann stundaði sjómennsku, aðallega vélgæslu, frá 15 ára aldri, var skipstjóri 1954 til dd., m.a. á Hellisey og Hilmi.
Þau Aðalbjörg giftu sig 1941, eignuðust níu börn, en misstu eitt þeira ungt úr berklum. Þau Bernódus bjuggu í Stakkholti 1938 við fæðingu Birnu Berg, á Haukfelli 1939 við fæðingu Þorkels Birgis, í London 1940 við fæðingu Elínborgar og enn 1944 við fæðingu Jóhönnu. Þau bjuggu á Faxastíg 11, nú Nýja-Klöpp, 1946 við fæðingu Birgis.
Þau keyptu Borgarhól við Kirkjuveg 11 og bjuggu þar síðan. Þar fæddist Helgi 1949.
Bernódus lést 1957 og Aðalbjörg 2003.

I. Kona Bernódusar, (24. apríl 1941), var Aðalbjörg Jóhanna Bergmundsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 22. desember 1919 á Strönd við Miðstræti 9a, d. 22. desember 2003.
Börn þeirra:
1. Birna Berg Bernódusdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður í Hafnarfirði, f. 8. september 1938 í Stakkholti.
2. Þorkell Birgir Bernódusson, f. 14. nóvember 1939 á Haukfelli, d. 1943 úr berklum.
3. Elínborg Bernódusdóttir húsfreyja, fiskverkakona í Eyjum, f. 4. desember 1940 í London.
4. Þóra Birgit Bernódusdóttir húsfreyja, verkakona, klinikdama í Eyjum, f. 8. desember 1942 í London, d. 26. janúar 2013.
5. Aðalbjörg Jóhanna Bernódusdóttir húsfreyja, útgerðarmaður í Eyjum, f. 28. júní 1944 í London.
6. Birgir Bernódusson stýrimaður, f. 4. apríl 1946 að Faxastíg 11, fórst með v/b Ver 1. mars 1979.
7. Helgi Bernódusson cand. mag. í íslensku og almennum málvísindum, skrifstofustjóri Alþingis, f. 6. ágúst 1949 á Borgarhól.
8. Jón Einarsson Bernódusson skipaverkfræðingur, forstöðumaður skipasviðs Siglingamálastofnunar, f. 18. febrúar 1952 á Sjúkrahúsinu.
9. Þuríður Bernódusdóttir húsfreyja, þjónustufulltrúi, f. 13. nóvember 1954 á Sjúkrahúsinu.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.