Birna Ólafsdóttir (Kirkjuhól)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Guðbjörg Birna Ólafsdóttir frá Kirkjuhól, húsfreyja fæddist 24. febrúar 1934 á Hásteinsvegi 17.
Foreldrar hennar voru Ólafur Beck Bjarnason frá Seyðisfirði, verkamaður, f. 28. nóvember 1898, d. 9. mars 1971, og kona hans Dagmey Einarsdóttir húsfreyja, verkakona frá Grænhóli á Álftanesi, f. 10. janúar 1904, d. 12. september 1993.

Börn Dagmeyjar og Ólafs:
1. Finnbogi Hafsteinn Ólafsson, f. 25. september 1928, d. 31. maí 2011.
2. Guðfinna Kristín Ólafsdóttir, f. 25. júlí 1930, d. 21. október 2005.
3. Jóna Dalrós Ólafsdóttir, f. 20. september 1931, d. 3. maí 1940.
4. Guðbjörg Birna Ólafsdóttir, f. 24. febrúar 1934.

Birna var með foreldrum sínum í æsku.
Þau Ingólfur giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu við Fífilgötu 5 og við Hólagötu 8. Þau skildu.
Þau Valgeir Halldór giftu sig 1961, eignuðust fjögur börn og Valgeir fóstraði börn Birnu.
Valgeir lést 2015.

I. Maður Birnu var Ingólfur Kristjánsson, vélstjóri, vélvirki, f. 15. desember 1927 á Djúpavogi, d. 7. ágúst 2014. Foreldrar hans voru Kristján Jónsson, f. 27. september 1901, d. 27. mars 1984, og Antonía Árnadóttir, f. 19. september 1900, d. 17. maí 1988.
Börn þeirra:
1. Ólafur Ingólfsson, f. 22. júní 1955 á Sjh.
2. Hafsteinn Ingólfsson, f. 9. október 1956 á Hólagötu 8.

II. Maður Birnu, (16. september 1961), var Valgeir Halldór Helgason frá Rvk, málarameistari, f. 22. febrúar 1936, d. 30. desember 2015. Foreldrar hans voru Helgi Bogason, bóndi, f. 5. mars 1890, d. 19. apríl 1967, og síðari kona hans Sigríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 3. október 1897, d. 30. mars 1960.
Börn þeirra:
3. Helgi Valgeirsson, f. 6. febrúar 1962.
4. Sigríður Valgeirsdóttir, f. 6. febrúar 1962.
5. Dagmey Valgeirsdóttir, f. 2. júlí 1964.
6. Margrét Valgeirsdóttir, f. 18. september 1966.Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Íslenskir málarar - Saga og málaratal. Kristján Guðlaugsson. Málarameistarafélag Reykjavíkur 1982.
  • Morgunblaðið 28. ágúst 2012. Minning Ingólfs Kristjánssonar.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.