Björg Halldórsdóttir
Björg Halldórsdóttir húsfreyja, leikskólakennari fæddist 20. júlí 1955.
Foreldrar hennar voru Halldór Ágústsson skipstjóri, skipasmiður, f. 26. október 1926, drukknaði 6. janúar 1957, og kona hans Guðbjörg Sigríður Sigurjónsdóttir húsfreyja, f. 29. desember 1921, d. 1. maí 2012.
Börn Guðbjargar og Halldórs:
1. Guðríður Halldórsdóttir, f. 16. mars 1953. Maður hennar Emil Theodór Guðjónsson.
2. Ágúst Halldórsson, f. 12. júlí 1954. Kona hans Hólmfríður A. Stefánsdóttir.
3. Björg Halldórsdóttir, f. 20. júlí 1955. Maður hennar Guðsteinn Ingimarsson.
Þau Guðsteinn giftu sig, eignuðust fimm börn. Guðsteinn lést 2016.
I. Maður Bjargar var Guðsteinn Ingimarsson lögreglumaður, trúboði á Nýja-Sjálandi, sölu- og markaðsmaður, f. 7. september 1956, d. 15. nóvember 2016. Foreldrar hans Sigríður Hendriksdóttir, f. 10. október 1930, og Ingimar Þórarinn Vigfússon, f. 13. nóvember 1927, d. 2. júní 2018.
Börn þeirra:
1. Esther Eva Guðsteinsdóttir, f. 3. ágúst 1982.
2. Sharon Rut Guðsteinsdóttir, f. 20. október 1984.
3. Elísa Mjöll Guðsteinsdóttir, f. 9. janúar 1988.
4. Halldór Guðsteinn Guðsteinsson, f. 25. desember 1991.
5. Joshua Daníel Gústav Guðsteinsson, f. 29. ágúst 1994.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Björg.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.