Halldór Ágústsson (skipasmiður)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Halldór Ágústsson.

Halldór Ágústsson skipasmiður, sjómaður, vélstjóri, skipstjóri, útgerðarmaður fæddist 26. október 1926 í Víðidal og drukknaði 9. janúar 1957.
Foreldrar hans voru Ágúst Sigfússon bóndi, útgerðarmaður, síðar verslunarmaður, gæslumaður, f. 13. september 1896 í Stóru-Breiðuvík við Reyðarfjörð, d. 11. desember 1983, og kona hans Elín Halldórsdóttir húsfreyja, f. 9. ágúst 1898 að Álftarhóli í A.-Landeyjum, d. 30. október 1969.

Börn Elínar og Ágústs:
1. Björg Ágústsdóttir húsfreyja, f. 18. ágúst 1923, d. 30. september 2005, kona Sigurgeirs Kristjánssonar yfirlögregluþjóns, síðar forstjóra.
2. Halldór Ágústsson skipasmiður, sjómaður, vélstjóri, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 26. október 1926 í Víðidal, d. 9. janúar 1957, tók út af vb. Maí. Hann var kvæntur Guðbjörg Sigríði Sigurjónsdóttur| frá Víðidal, f. 29. desember 1921, d. 1. maí 2012.
3. Jóhann Nikulás Ágústsson kaupsýslumaður, f. 18. september 1932 í Stóru-Breiðavík við Reyðarfjörð, d. 3. september 2015, kvæntur Þóru Stefánsdóttur húsfreyju, f. 23. maí 1936.

Halldór var með foreldrum sínum í æsku, flutti með þeim til Stóru-Breiðavíkur og Vöðlavíkur í S-Múl. 1928 og til Eyja 1940.
Hann lærði skipasmíðar hjá Gunnari Marel Jónssyni, öðlaðist skipstjórnarréttindi og vélstjórnarréttindi, gerðist útgerðarmaður og skipstjóri.
Hann keypti bátinn Freyju VE 260 1951 ásamt fleiri og var með hann í fjögur ár, seldu hann 1954. Halldór var skipverji á Maí VE, er hann tók út og drukknaði í janúar 1957.
Þau Guðbjörg giftu sig 1952, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í fyrstu á Landagötu 16, höfðu nýlega flutt í nýbyggt hús sitt við Faxastíg 6b, er Halldór drukknaði.

I. Kona Halldórs, (29. nóvember 1952), var Guðbjörg Sigríður Sigurjónsdóttir frá Víðidal, húsfreyja, f. 29. desember 1921, d. 1. maí 2021.
Börn þeirra:
1. Guðríður Halldórsdóttir, f. 16. mars 1953. Maður hennar Emil Theodór Guðjónsson.
2. Ágúst Halldórsson, f. 12. júlí 1954. Kona hans Hólmfríður A. Stefánsdóttir.
3. Björg Halldórsdóttir, f. 20. júlí 1955. Maður hennar Guðsteinn Ingimarsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.