Bjarni Jónsson (Steig)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Bjarni Jónsson frá Steig í Mýrdal, sjómaður, verkamaður fæddist 30. júní 1896 í Neðri-Dal í Mýrdal og lést 21. febrúar 1964.
Foreldrar hans voru Jón Þorsteinsson bóndi í Neðri-Dal og í Steig í Mýrdal, f. 13. nóvember 1867, d. 28. júlí 1921, og kona hans Sigríður Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 30. janúar 1872, d. 16. maí 1952 í Eyjum.

Börn Sigríðar og Jóns í Eyjum:
1. Þorsteinn Jónsson lausamaður á Setbergi 1934 og 1940, sjúklingur, f. 12. ágúst 1894 á Mið-Hvoli í Mýrdal, d. 4. maí 1980.
2. Bjarni Jónsson sjómaður, verkamaður, f. 30. júní 1896 í Neðri-Dal í Mýrdal, d. 21. febrúar 1964.
3. Kristinn Jónsson í (Hvíld), Reynisholti, verslunarmaður á Tanganum, f. 29. nóvember 1898 í Neðri-Dal í Mýrdal, d. 8. júní 1946.
4. Margrét Jónsdóttir húsfreyja í Sóleyjartungu við Brekastíg 21, f. 18. febrúar 1908 í Steig í Mýrdal, d. 9. mars 1997.
5. Jón Jónsson véstjóri, verkamaður, f. 20. júlí 1909 í Steig, d. 30. september 1962.
6. Sigríður Jónsdóttir húsfreyja í Árdal, f. 16. september 1912 í Steig, d. 24. janúar 2003.

Bjarni var með foreldrum sínum í Neðri-Dal til 1899, í Steig 1899-1910. Hann var vinnumaður á Norður-Hvoli 1910-1923, í Vík 1923-1935.
Bjarni flutti til Eyja 1935, stundaði sjómennsku og verkamannavinnu. Hann bjó í Garðsauka við Vestmannabraut 27 1940 og enn 1949, en bjó á Hásteinsvegi 50 við andlát 1964.
Bjarni var ókvæntur og barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.