Sigríður Þorsteinsdóttir (Steig)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Sigríður Þorsteinsdóttir húsfreyja á Steig í Mýrdal, síðar saumakona í Eyjum fæddist 20. ágúst 1872 í Neðri-Dal í Mýrdal og lést 16. maí 1952.
Foreldrar hennar voru Þorsteinn Þorsteinsson bóndi í Neðri-Dal, f. 15. júlí 1844 á Norður-Hvoli í Mýrdal, d. 15. apríl 1894 í Neðri-Dal, og kona hans Margrét Jónsdóttir húsfreyja, f. 14. febrúar 1836 í Skammadal í Mýrdal, d. 12. apríl 1903 í Suður-Vík.

Sigríður var með foreldrum sínum í Neðri-Dal til 1893. Þau Jón giftu sig 1893, og Sigríður var gift vinnukona á Mið-Hvoli 1893-1895.
Þau Jón bjuggu í Neðri-Dal 1895-1899, í Steig 1899-1921.
Jón lést 1921 og Sigríður var ekkja og fyrir heimili í Vík 1921-1927.
Hún fluttist til Eyja 1927 og stundaði saumaskap, bjó með börnum sínum, Sigríði og Margréti hjá Kristni syni sínum í Reynisholti, með Jóni og Sigríði á Vestmannabaut 72 1930, með Sigríði á Skólavegi 25 1934, leigjandi í Mandal, Njarðarstíg 18 1940, sjúklingur þar 1949.
Hún lést 1952.

I. Maður Sigríðar, (27. október 1893), var Jón Þorsteinsson bóndi, f. 13. nóvember 1867 á Norður-Hvoli, d. 28. júlí 1921 í Steig.
Börn þeirra:
1. Þorsteinn Jónsson lausamaður á Setbergi 1934 og 1940, sjúklingur, f. 12. ágúst 1894 á Mið-Hvoli í Mýrdal, d. 4. maí 1980.
2. Bjarni Jónsson sjómaður, verkamaður í Reynisholti, f. 30. júní 1896 í Neðri-Dal í Mýrdal, d. 21. febrúar 1964.
3. Kristinn Jónsson í (Hvíld), Reynisholti, verslunarmaður á Tanganum, f. 29. nóvember 1898 í Neðri-Dal í Mýrdal, d. 8. júní 1946.
4. Kristjana Jónsdóttir húsfreyja, kennari á Sólheimum í Landbroti, f. 5. ágúst 1900 í Steig, d. 25. júní 1992. Maður hennar var Magnús Auðunsson bóndi.
5. Sigurður Jónsson sjómaður, f. 18. janúar 1901, d. 25. apríl 1924.
6. Maríus Jónsson, f. 16. júní 1906, d. 20. september 1906.
4. Margrét Jónsdóttir húsfreyja í Sóleyjartungu, Brekastíg 21, f. 18. febrúar 1908 í Steig í Mýrdal, d. 9. mars 1997.
5. Jón Jónsson vélstjóri, verkamaður á Hásteinsvegi 50, f. 20. júlí 1909 í Steig, d. 30. september 1962.
6. Sigríður Jónsdóttir húsfreyja á Hilmisgötu 5, Árdal, f. 16. september 1912, d. 24. janúar 2003.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.