Bryndís Björnsdóttir (Lukku)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Kristín Bryndís Björnsdóttir.

Kristín Bryndís Björnsdóttir frá Lukku á Strembu sjúkraliði, listamaður fæddist 10. mars 1924 í Skálum á Langanesi og lést 10. maí 2010 á Hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Björn Sæmundsson Brimar frá Brimnesi á Langanesi, bóndi og útgerðarmaður á Skálum á Langanesi, síðar veiðivörður og innheimtumaður hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, f. 6. nóvember 1898, d. 24. janúar 1979, og kona hans Sigurveig Guðrún Sveinsdóttir húsfreyja, matselja, matreiðslukennari, f. 10. janúar 1887, d. 21. mars 1972.

Barn Sigurveigar og Sigfúsar M. Johnsen:
1. Baldur Garðar Johnsen læknir, f. 22. október 1910, d. 7. febrúar 2006.
Börn Sigurveigar og Hans Hermanns Wilhelms Isebarn:
2. Clara Guðrún Isebarn húsfreyja, afgreiðslumaður í Reykjavík, f. 26. september 1914 í Hamborg, d. 29. október 1987. Fyrrum maður hennar Halldór Ari Björnsson.
3. Ingólfur Hans Hermann Isebarn byggingameistari, f. 14. október 1915 í Noregi, d. 25. janúar 2001. Fyrrum kona hans Margrét Eiríksdóttir. Kona hans Guðrún Ósk Sigurjónsdóttir.
4. Júlíana Matthildur Isebarn húsfreyja, afreksmaður í íþróttum, f. 20. janúar 1917 Ósló, d. 31. mars 2006. Maður hennar Ágúst Guðlaugsson. Börn Sigurveigar og Björns Sæmundssonar:
5. Sveinn Björnsson yfirrannsóknalögreglumaður og listmálari í Hafnarfirði, f. 19. febrúar 1925, d. 28. apríl 1997.
6. Sæmundur Hörður Björnsson flugumsjónarmaður, bjó í Hafnarfirði, f. 31. október 1926, d. 19. janúar 2015.
7. Kristín Bryndís Björnsdóttir sjúkraliði, listamaður, f. 10. mars 1924, d. 10. maí 2010.
8. Elín Theodóra Björnsdóttir sjálfstæður atvinnurekandi í Reykjavík, vefari, f. 24. júlí 1928, d. 6. nóvember 2013.
9. Guðjón Knútur Björnsson læknir í Reykjavík, f. 1. maí 1930.
Barn Björns Sæmundssonar og Helgu Bæringsdóttur, f. 27. ágúst 1908, d. 24. apríl 2003:
10. Völundur Draumland Björnsson listamaður, f. 23. júlí 1936, d. 23. júlí 2012.

Bryndís var með foreldrum sínum á Skálum í æsku, en þeir skildu 1932. Hún flutti með móður sinni til Reykjavíkur og til Eyja 1933.
Hún varð 3. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1941.
Á Ísafirði sótti hún ýmis námskeið í teikningu, leirmótun og afsteypun. Síðar, á árunum 1988-93, stundaði hún nám í teikningu og málun við Myndlistaskólann í Reykjavík.
Hún varð sjúkraliði og vann á Borgarspítalanum í 25 ár.
Bryndís fór frá Eyjum til Ísafjaðar og var vinnukona hjá Baldri bróður sínum.
Hún vann að fjölbreyttri listsköpun, bæði með listmálun, prjónlesi og afsteypun. Hún hélt nokkrar sýningar og á verk m.a. í Grafarvogskirkju.
Þau Jóel giftu sig 1943, eignuðust sex börn. Þau bjuggu á Ísafirði, fluttu til Reykjavíkur 1968, bjuggu í Torfufelli.
Jóel lést 2009 og Bryndís 2010.

I. Maður Bryndísar, (4. desember 1943), var Guðmundur Jóel Ólafur Þórðarson verslunarmaður, kaupmaður í Reykjavík, f. 5. júní 1924 á Sundstræti 41 á Ísafirði, d. 16. ágúst 2009. Foreldrar hans voru Þórður Guðmundsson frá Marbæli í Skagafirði, trésmiður, f. 17. mars 1884, d. 18. júlí 1972, og Magnea Ágústa Þorláksdóttir frá Stóra-Grindli í Fljótum í Skagafirði, húsfreyja á Ísafirði, saumakona, um skeið organisti við Barðskirkju í Fljótum, f. 10. september 1888, d. 20. ágúst 1974.
Börn þeirra:
1. Margrét Þórhildur Jóelsdóttir Fairbairn myndlistarkennari, f. 10. febrúar 1944. Maður hennar Stephen Alan Fairbairn.
2. Lúðvík Páll Jóelsson bakari í Noregi, f. 1. apríl 1945. Fyrrum kona hans Kolbrún Sveinbjörnsdóttir.
3. Baldur Jóhann Jóelsson innanhússarkitekt, f. 27. mars 1949, d. 4. júní 2017. Fyrrum kona hans Oddný Rafnsdóttir.
4. Sigrún Magnea Jóelsdóttir fóstra í Danmörku, f. 18. desember 1951. Maður hennar Erling Bjarnason.
5. Þórður Jóelsson búfræðingur í Svíþjóð, f. 29. september 1955. Kona hans Birgitta Jóelsson.
6. Ásdís Ósk Jóelsdóttir lektor í textíl og hönnun við Háskóla Íslands, rithöfundur, f. 24. júní 1960. Maður hennar Adolf Petersen.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.