Sveinn Björnsson (listmálari)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Sveinn Magnús Björnsson.

Sveinn Magnús Björnsson frá Skálum á Langanesi, yfirrannsóknalögreglumaður, listmálari fæddist þar 19. febrúar 1925 og lést 28. apríl 1997.
Foreldrar hans voru Björn Sæmundsson Brimar frá Brimnesi á Langanesi, bóndi og útgerðarmaður á Skálum á Langanesi, síðar veiðivörður og innheimtumaður hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, f. 6. nóvember 1898, d. 24. janúar 1979, og kona hans Sigurveig Guðrún Sveinsdóttir húsfreyja, matselja, matreiðslukennari, f. 10. janúar 1887, d. 21. mars 1972.

Barn Sigurveigar og Sigfúsar M. Johnsen:
1. Baldur Garðar Johnsen læknir, f. 22. október 1910, d. 7. febrúar 2006.
Börn Sigurveigar og Hans Hermanns Wilhelms Isebarn:
2. Clara Guðrún Isebarn húsfreyja, afgreiðslumaður í Reykjavík, f. 26. september 1914 í Hamborg, d. 29. október 1987. Fyrrum maður hennar Halldór Ari Björnsson.
3. Ingólfur Hans Hermann Isebarn byggingameistari, f. 14. október 1915 í Noregi, d. 25. janúar 2001. Fyrrum kona hans Margrét Eiríksdóttir. Kona hans Guðrún Ósk Sigurjónsdóttir.
4. Júlíana Matthildur Isebarn húsfreyja, afreksmaður í íþróttum, f. 20. janúar 1917 Ósló, d. 31. mars 2006. Maður hennar Ágúst Guðlaugsson.
Börn Sigurveigar og Björns Sæmundssonar:
5. Sveinn Björnsson yfirrannsóknalögreglumaður og listmálari í Hafnarfirði, f. 19. febrúar 1925, d. 28. apríl 1997.
6. Sæmundur Hörður Björnsson flugumsjónarmaður, bjó í Hafnarfirði, f. 31. október 1926, d. 19. janúar 2015.
7. Kristín Bryndís Björnsdóttir sjúkraliði, listamaður, f. 10. mars 1924, d. 10. maí 2010.
8. Elín Theodóra Björnsdóttir sjálfstæður atvinnurekandi í Reykjavík, vefari, f. 24. júlí 1928, d. 6. nóvember 2013.
9. Guðjón Knútur Björnsson læknir í Reykjavík, f. 1. maí 1930.
Barn Björns Sæmundssonar og Helgu Bæringsdóttur, f. 27. ágúst 1908, d. 24. apríl 2003:
10. Völundur Draumland Björnsson listamaður, f. 23. júlí 1936, d. 23. júlí 2012.

Sveinn var með foreldrum sínum á Skálum, síðan með móður sinni í Reykjavík og Eyjum.
Hann lauk prófi frá Sjómannaskólanum í Reykjavík árið 1947, var við nám í Kunstakademíinu í Kaupmannahöfn 1956-1957, fór í námsferðir til Parísar 1964, til Ítalíu 1967, til Bandaríkjanna 1976.
Hann lauk námi í Lögregluskóla ríkisins.
Sveinn varð sjómaður 14 ára, var á v.b. Leifi, sem var eign Ársæls móðurbróður hans. Eftir að hann hætti sjómennsku á vertíðarbátum varð hann matsveinn á v.b. Skaftfellingi og sigldi m.a. margar ferðir á stríðsárunum með ísfisk til Bretlands. Hann var háseti á v.b. Faxaborg, þegar báturinn strandaði á Hraunhafnartanga í nóvember 1947 en skipshöfnin komst við illan leik í land. Sveinn var um árabil á togurum og teiknaði og málaði þar úti á rúmsjó.
Sveinn flutti úr Eyjum 1945.
Hann átti sér aðsetur í Krýsuvík og málaði þar í mörg ár.
Fyrstu málverkasýningu hélt hann 1954 og þá síðustu í Gerðarsafni. Henni lauk deginum fyrir andlát hans.
Sveinn Björnsson hóf störf í lögreglunni 1954. Hann varð fljótlega varðstjóri, þegar fjölgaði í liðinu, sinnti síðan rannsóknastörfum í lögreglunni frá 1965. Tveim árum síðar var rannsóknalögreglan í Hafnarfirði stofnuð og varð Sveinn yfirrannsókalögreglumaður þar, starfaði þar í 40 ár.
Sveinn var í Oddfellowreglunni frá árinu 1941, og hafði því starfað í henni um 55 ára skeið, er hann lézt. Hann gegndi mörgum trúnaðarstörfum þar og var yfirmaður Reglunnar um 8 ára skeið, frá 1973 til 1981.
Þau Sólveig giftu sig, eignuðust þrjú börn.
Sólveig lést 1982.
Þau Birgitta voru lífsförunautar síðari árin.
Sveinn lést 1997, var jarðsettur í Krýsuvíkurkirkjugarði.

I. Kona Sveins var Sólveig Sveinbjörg Erlendsdóttir frá Hafnarfirði, húsfreyja, f. 9. mars 1930 á Reykjavíkurvegi 26, d. 3. janúar 1982. Foreldrar hennar voru Erlendur Halldórsson frá Hafnarfirði, klénsmiður, vélstjóri, pípulagningameistari, brunavarnaeftirlitsmaður, f. 30. júlí 1900 í Reykjavík, d. 10. maí 1980, og kona hans Guðríður Sveinsdóttir húsfreyja, f. 27. mars 1898 á Hamri í Snóksdalssókn, Dalas., d. 25. maí 1988.
Börn þeirra:
1. Erlendur Grétar Sveinsson kvikmyndagerðarmaður í Hafnarfirði, f. 18. desember 1948. Kona hans Ásdís Egilsdóttir.
2. Sveinn Magnús Sveinsson læknir, f. 26. apríl 1950. Kona hans Guðrún Ágústa Kristjánsdóttir.
3. Þórður Heimir Sveinsson lögmaður, f. 20. maí 1963. Kona hans Sólveig Lilja Einarsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.