Brynjólfur Einarsson (Dölum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Brynjólfur Einarsson sjómaður frá Dölum fæddist 16. maí 1852 og drukknaði 13. mars 1874.
Foreldrar hans voru Dýrfinna Guðnadóttir húsfreyja í Dölum, f. 2. september 1823, d. 31. maí 1866, og maður hennar Einari Jónsson eldri, bóndi í Dölum, f. 1806, d. 26. nóvember 1852.

Brynjólfur var með foreldrum sínum og síðan ekkjunni móður sinni.
Hann var vinnumaður í Jónshúsi og háseti á Gauki á vertíðinni 1874. Bátnum hlekktist á suður af Klettsnefi 13. mars 1874 og fórust þar 7 menn auk formannsins Sighvatar Sigurðssonar bónda á Vilborgarstöðum, sem lést af afleiðingum slyssins 8. júlí 1874.
Þeir, sem fórust auk formannsins voru:
1. Árni Árnason, bóndi að Vilborgarstöðum, afi Árna símritara Árnasonar frá Grund,
2. Gísli Brynjólfsson ekkjumaður í Móhúsum, sem var ein af Kirkjubæjarjörðunum. Hann var faðir Solveigar Gísladóttur á Arnarhóli, f. 16. september 1838, d. 18. september 1923 í Eyjum, móður Gísla á Arnarhóli.
3. Erlendur Pétursson, vinnumaður í Litlakoti (nú Veggur),
4. Jón Jónsson húsmaður í Dölum,
5. Sigurður Eyjólfsson, vinnumaður á Steinsstöðum,
6. Brynjólfur Einarsson frá Dölum, vinnumaður í Jónshúsi og
7. Stefán Austmann í Vanangri.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.