Dóróthea Ólafsdóttir (London)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Dóróthea Ólafsdóttir frá London, vinnukona á Brimnesi í Seyðisfirði fæddist 1861 og lést 13. júlí 1894.
Foreldrar hennar voru Ólafur Magnússon bóndi í Berjanesi u. Eyjafjöllum, síðar í London, f. 18. júlí 1828, d. 21. mars 1904, og fyrri kona hans Elsa Dóróthea Árnadóttir húsfreyja, f. 29. september 1832, d. 21. september 1877.

Dóróthea var með foreldrum sínum í æsku. Móðir hennar lést 1877. Faðir hennar fór með fimm börn sín til Eyja 1878. Þar kvæntist hann Unu Guðmundsdóttur í London, en hún var þá nýlega orðin ekkja eftir Guðmund Erlendsson.
Dóróthea fór að Jómsborg og var þar vinnukona til 1890, er hún réðst vinnukona að Garðinum. Hún var vinnukona í London 1891.
Dóróthea var vinnukona í Steinum 1892 og enn 1894. Hún réðst kaupakona til Seyðisfjarðar 1894, en lést þar í júlí.
Hún var ógift og barnlaus í Eyjum.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.