Dýrfinna Gunnarsdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Dýrfinna Gunnarsdóttir.
Skólastjórahjónin Dýrfinna og Páll.

Dýrfinna Gunnarsdóttir húsfreyja, kennari fæddist 3. júlí 1889 á Kúfhól í A-Landeyjum og lést 29. maí 1979.
Foreldrar hennar voru Gunnar Andrésson bóndi og hreppstjóri, síðar á Hólmum, f. 31. desember 1853 á Hemlu í V-Landeyjum, d. 31. júlí 1921 á Hólmum, og kona hans Katrín Sigurðardóttir húsfreyja, f. 19. mars 1857 á Borgareyrum u. V-Eyjafjöllum, d. 24. desember 1951.

Börn Gunnars og Katrínar í Eyjum:
1. Sigurður Gunnarsson útgerðarmaður á Hólmi, f. 18. september 1883, d. 16. janúar 1917.
2. Dýrfinna Gunnarsdóttir kennari, húsfreyja, f. 3. júlí 1889, d. 29. maí 1979.
3. Magnús Gunnarsson bóndi í Ártúnum á Rangárvöllum, f. 13. júlí 1896, d. 30. apríl 1973.
4. Katrín Gunnarsdóttir kennari, húsfreyja, f. 15. desember 1901, d. 13. febrúar 1996.

Dýrfinna var með foreldrum sínum á Kúfhól 1890, Hólmum 1901 og 1910.
Hún lauk prófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1913, tók kennaranámskeið 1914. Nam við Frederiksborg Folkehöjskole í Danmörku sumarið 1920.
Dýrfinna var heimiliskennari á Þingeyri í Hún. 1913-1914, var kennari í Austur-Landeyjum 1915-1918.
Hún kenndi við Barnaskóla Vestmannaeyja 1918-1922.
Dýrfinna var ásamt Páli Bjarnasyni hvatamaður að stofnun Slysavarnardeildarinnar Eykyndils og sat í stjórn hennar.

Þau Páll giftust 1921, bjuggu í skólanum 1930, en á Flötum 16, Goðalandi 1934. Þau eignuðust ekki börn, en ólu upp Hrefnu Sigmundsdóttur.
Páll lést 1938 og Dýrfinna 1979.

Maður Dýrfinnu, (14. maí 1921), var Páll Bjarnason frá Götu á Stokkseyri, skólastjóri Barnaskólans, f. 26. júní 1884 að Götu, d. 5. desember 1938.
Fósturdóttir þeirra var
1. Hrefna Sigmundsdóttir, f. 21. febrúar 1922 í Vinaminni, d. 16. apríl 2013. Foreldrar hennar voru Sigmundur Jónsson vélstjóri, smiður og Sólbjörg Jónsdóttir húsfreyja.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.