Eggert Garðarsson (vélvirkjameistari)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Eggert Garðarsson.

Eggert Garðarsson vélvirkjameistari fæddist 3. febrúar 1957 í Eyjum og lést 29. janúar 2016.
Foreldrar hennar voru Garðar Gíslason vélvirkjameistari frá Skálholti, f. 22. júní 1931, d. 17. júní 2013, og kona hans Edda Sigrún Svavarsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 1. janúar 1936 í London, d. 29. júlí 2011.

Börn Eddu og Garðars:
1. Svavar Garðarsson vélvirkjameistari, meðeigandi Vélaverkstæðisins Þórs, f. 24. apríl 1954. Kona hans Valdís Stefánsdóttir, látin.
2. Gísli Þór Garðarsson sjómaður, skipstjóri, býr í Mosfellsbæ, f. 17. janúar 1956. Kona hans Elva Ragnarsdóttir.
3. Eggert Garðarsson vélvirkjameistari, meðeigandi Vélaverkstæðisins Þórs, f. 3. febrúar 1957, d. 29. janúar 2016. Kona hans Svava B. Johnsen.
4. Sigríður Garðarsdóttir húsfreyja, verslunarstjóri, f. 25. janúar 1959, d. 8. mars 2016. Maður hennar Hjalti Hávarðsson.
5. Lára Ósk Garðarsdóttir húsfreyja, með verslunarskólapróf, skrifstofustjóri, f. 16. október 1961. Fyrri maður Grétar Þór Eyþórsson. Síðari maður hennar Jósúa Steinar Óskarsson.
6. Garðar Rúnar Garðarsson vélstjóri, meðeigandi Vélaverkstæðisins Þórs, f. 17. nóvember 1962. Kona hans Rinda Rissakorn.

Eggert var með foreldrum sínum í æsku, á Heiðarvegi 11 og Illugagöu 50.
Hann lærði vélvirkjun og varð meistari í greininni, vann við Vélaverkstæðið Þór og var meðeigandi þess, f. 3. febrúar 1957, d. 29. janúar 2016.
Eggert var vallarstjóri ÍBV og sat í knattspyrnuráði þess um langt skeið.
Þau Svava Björk giftu sig 1979, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Áshamri 37, Brimhólabraut 18, Saltabergi og síðan á Fjólugötu 13.
Eggert lést 2016.

I. Kona Eggerts, (11. febrúar 1979), er Svava Björk Johnsen Hlöðversdóttir húsfreyja, starfsmaður Hraunbúða, f. 7. ágúst 1959.
Börn þeirra:
1. Edda Björk Eggertsdóttir viðskiptafræðingur, vinnur hjá Samgöngustofu í Reykjavík, f. 28. mars 1976. Barnsfeður hennar Sumarliði Árnason og Jón Andri Finnsson. Sambúðarmaður Einar Örn Hreinsson.
2. Anton Örn Eggertsson matsveinn hjá fyrirtækinu Gott í Eyjum og meðeigandi að Pizzugerðinni þar, f. 12. júní 1991. Sambýliskona hans Hildur Rún Róbertsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.