Lára Ósk Garðarsdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Lára Ósk Garðarsdóttir húsfreyja, verslunarmaður fæddist 16. október 1961.
Foreldrar hennar voru Garðar Þorvaldur Gíslason vélvirkjameistari, kafari, f. 16. október 1961, d. 17. júní 2013, og kona hans Edda Sigrún Svavarsdóttir húsfreyja, f. 1. janúar 1936, d. 29. júní 2011.

Börn Eddu og Garðars:
1. Svavar Garðarsson vélvirkjameistari, meðeigandi Vélaverkstæðisins Þórs, f. 24. apríl 1954. Kona hans Valdís Stefánsdóttir, látin.
2. Gísli Þór Garðarsson sjómaður, skipstjóri, býr í Mosfellsbæ, f. 17. janúar 1956. Kona hans Elva Ragnarsdóttir.
3. Eggert Garðarsson vélvirkjameistari, meðeigandi Vélaverkstæðisins Þórs, f. 3. febrúar 1957, d. 29. janúar 2016. Kona hans Svava B. Johnsen.
4. Sigríður Garðarsdóttir húsfreyja, verslunarstjóri, f. 25. janúar 1959, d. 8. mars 2016. Maður hennar Hjalti Hávarðsson.
5. Lára Ósk Garðarsdóttir húsfreyja, með verslunarskólapróf, skrifstofustjóri, f. 16. október 1961. Fyrrum sambúðarmaður Grétar Þór Eyþórsson. Maður hennar Jósúa Steinar Óskarsson.
6. Garðar Rúnar Garðarsson vélstjóri, meðeigandi Vélaverkstæðisins Þórs, f. 17. nóvember 1962. Kona hans Rinda Rissakorn.

Lára var með foreldrum sínum í æsku, á Heiðarvegi 11 og við Illugagötu 50.
Hún lauk verslunarskólaprófi.
Lára hefur unnið skrifstofustörf, var um skeið skrifstofustjóri við Háskólann á Akureyri.
Þau Eyþór voru í sambúð, eignuðust þrjú börn, bjuggu um stund í Svíþjóð. Þau skildu.
Þau Jósúa Steinar giftu sig 2011. Þau búa á Bessahrauni 1a.

I. Sambúðarmaður Láru Óskar, (skildu), er Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðingur, prófessor við Háskólann á Akureyri, f. 29. september 1959. Foreldrar hans Eyþór Jósep Guðmundsson, f. 22. maí 1932, og Þórdís Sigurðardóttir, f. 10. janúar 1939.
Börn þeirra:
1. Þórey Anna Grétarsdóttir efnafræðingur, f. 3. dwesember 1983. Maður hennar Bóas Eiríksson.
2. Svavar Kári Grétarsson viðskiptafræðingur, f. 24. júlí 1995. Sambúðarkona hans Þorgerður Atladóttir.
3. Guðmundur Ásgeir Grétarsson öryrki, f. 17. júní 1999.

II. Maður Láru Óskar, (16. apríl 2011), er Jósúa Steinar Óskarsson vélvirkjameistari, f. 4. október 1952.
Þau eru barnlaus saman.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.