Elías Sigfússon (verkamaður)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Þórður Elías Sigfússon og Haraldína Guðfinna Einarsdóttir.

Þórður Elías Sigfússon verkamaður, verkalýðsfrömuður fæddist 17. mars 1900 á Valstrýtu í Fljótshlíð og lést 7. maí 1997 á Hrafnistu í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Sigfús Þórðarson frá Finnshúsum í Fljótshlíð, verkamaður, sjómaður í Hafnarfirði, f. 30. október 1877 í Finnshúsum, d. 15. maí 1935, og kona hans Þórhildur Magnúsdóttir frá Dagverðarnesi á Rangárvöllum, húsfreyja, f. 24. júní 1871, d. 17. nóvember 1945.
Fósturforeldrar Elíasar voru Einar Magnússon bóndi á Arngeirsstöðum í Fljótshlíð, f. 4. febrúar 1851, d. 9. febrúar 1925 og kona hans Kristín Þorleifsdóttir húsfreyja, f. 10. júlí 1851, d. 25. september 1924.

Elías var var tökubarn á Arngeirsstöðum 1901-1913, vinnumaður þar 1914-1919. Hann fékk lausamannsbréf 1920 og var lausamaður á Arngeirsstöðum 1920-1924.
Elías stundaði róðra frá 15 ára aldri og þá tvær vertíðir frá Eyrarbakka, en gert út í Herdísarvík og síðan í Eyjum og þar sem hann var vinnumaður og heimilisfastur á Arngeirsstöðum rann kaup hans til bænda þar. Eftir að hann fékk lausamannsheimildina 1920, réði hann sér sjálfur til starfa.
Elías var baráttumaður fyrir réttindum verkamanna, var einn af stofnendum og formaður Verkalýðsfélags Vestmannaeyja og drifkraftur í Alþýðuflokksfélagi Vestmannaeyja. Einnig sat hann mörg þing Alþýðusambandsins.
Þau Guðrún giftu sig 1925 og fluttust til Eyja á því ári. Hann var leigjandi með Guðrúnu á Goðafelli við Hvítingaveg 3 á því ári, og þar fæddist Erna Kristín 1926 og Sigfús Ágúst 1927.
Þau byggð húsið við Hásteinsveg 15a 1928, og það stækkaði Elías og Guðfinna eftir styrjöldina 1940-1945.
Guðrún lést 1930. Erna Kristín fór í fóstur til Jónheiðar frá Arngeirsstöðum, fóstursystur Elíasar og Einars Högnasonar bændahjóna á Búðarhóli í A-Landeyjum Erna Kristín fór í fóstur til Jónheiðar frá Arngeirsstöðum, fóstursystur Elíasar og Einars Högnasonar bændahjóna á Búðarhóli í A-Landeyjumog Ágúst fór í fóstur að Grjóta í Fljótshlíð 1930, til Sveins Teitssonar og Vilborgar Jónsdóttur, en var kominn til föður síns og Guðfinnu 1932.
Þau Guðfinna giftu sig 1932, eignuðust tvö börn og Elías var stjúpfaðir Sigurbergs, barns Guðfinnu af fyrra hjónabandi hennar.
Elías lést 1997 og Guðfinna 1999.

Elías var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans, (1925), var Guðrún Jónsdóttir frá Kirkjulæk í Fljótshlíð, húsfreyja, f. 26. febrúar 1896, d. 28. ágúst 1930.
Börn þeirra.
1. Erna Kristín Elíasdóttir húsfreyja, f. 21. mars 1926 á Goðafelli, d. 17. apríl 2020. Maður hennar Garðar Stefánsson.
2. Sigfús Ágúst Elíasson sjómaður, f. 29. september 1927 á Goðafelli, d. 4. nóvember 1948.

II. Síðari kona Elíasar, (21. maí 1932), var Haraldína Guðfinna Einarsdóttir frá Burstafelli, f. 22. júlí 1906 á Stuðlum í Norðfirði, d. 16. október 1999 í Reykjavík.
Börn þeirra:
3. Sigfús Þór Elíasson prófessor í tannlækningum, f. 31. janúar 1944. Kona hans Ólafía Ársælsdóttir.
4. Einar Pálmar Elíasson iðnrekandi á Selfossi, f. 20. júlí 1935. Fyrri kona Sigríður Bergsteinsdóttir. Síðari kona Einars Anna Pálsdóttir.
Stjúpsonur Elíasar, sonur Guðfinnu:
5. Sigurbergur Hávarðsson rafeindavirki, f. 12. nóvember 1927, d. 30. ágúst 2015. Kona hans Anna Petrína Ragnarsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.