Guðrún Jónsdóttir (Kirkjulæk)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Guðrún Jónsdóttir frá Kirkjulæk í Fljótshlíð, húsfreyja á Hásteinsveigi 15a fæddist 26. febrúar 1896 á Kirkjulæk og lést 28. ágúst 1930 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Jón Sveinsson bóndi, rokkasmiður, sjómaður, f. 25. október 1849 á Sámsstöðum í Fljótshlíð, d. 12. nóvember 1929, og kona hans Ástríður Pálsdóttir húsfreyja, f. 5. mars 1863 á Hæringsstöðum í Flóa, d. 26. janúar 1934.

Guðrún var með foreldrum sínm í æsku, 1901 og 1910, var hjú í Hlíðarendakoti 1920, á Grjótá 1924.
Þau Elías giftu sig 1925, fluttust til Eyja á því ári. Hún var leigjandi með Elíasi á Goðafelli við Hvítingaveg 3 á því ári, og þar fæddist Erna Kristín 1926 og Sigfús Ágúst 1927.
Þau byggð húsið við Hásteinsveg 15a 1928, og það stækkaði Elías og Guðfinna eftir styrjöldina 1940-1945.
Guðrún lést 1930.
Erna Kristín fór í fóstur til Jónheiðar frá Arngeirsstöðum, fóstursystur Elíasar og Einars Högnasonar bændahjóna á Búðarhóli í A-Landeyjum og Ágúst fór í fóstur að Grjóta í Fljótshlíð 1930, til Sveins Teitssonar og Vilborgar Jónsdóttur, en var kominn til föður síns og Guðfinnu 1932.

I. Maður Guðrúnar, (1925), var Þórður Elías Sigfússon sjómaður, verkamaður, f. 1. mars 1900 á Valstrýtu í Fljótshlíð, d. 7. maí 1997 á Hrafnistu í Reykjavík.
Börn þeirra.
1. Erna Kristín Elíasdóttir húsfreyja, f. 21. mars 1926 á Goðafelli, d. 17. apríl 2020. Maður hennar Garðar Stefánsson.
2. Sigfús Ágúst Elíasson sjómaður, f. 29. september 1927 á Goðafelli, d. 4. nóvember 1948.Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.