Elísabet Árnadóttir (Skálholti)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Elísabet Árnadóttir.

Elísabet Árnadóttir frá Skálholti, húsfreyja, framkvæmdastjóri Geðvernarfélags Íslands fæddist 4. mars 1930 á Ingólfshvoli við Landagötu 3A og lést 10. janúar 2020.
Foreldrar hennar voru Árni Sigfússon kaupmaður, f. 31. júlí 1887, d. 7. mars 1948, og kona hans Ólafía Árnadóttir húsfreyja frá Gerðum í Garði, f. 8. maí 1895, d. 15. mars 1962.

Börn Ólafíu og Árna:
1. Jón Árni skrifstofumaður, f. 10. mars 1916, d. 2. ágúst 1970, kvæntur Þyri Björnsdóttur, f. 29. september 1915, d. 3. febrúar 1954, dóttur Björns Guðjónssonar á Kirkjubæ og konu hans Sigríðar Jónasdóttur.
2. Ragnheiður húsfreyja, f. 10. október 1918, gift bandarískum manni, d. 2. nóvember 1999.
3. Guðni Hjörtur smiður, fæddur 14. ágúst 1920, d. 3. október 1965.
4. Elín húsfreyja, fædd 18. september 1927, d. 7. október 2003, gift Gunnari Stefánssyni vélstjóra frá Gerði, f. 16. desember 1922, d. 27. desember 2010.
5. Elísabet, f. 4. mars 1930, húsfreyja og framkvæmdastjóri Geðverndarfélags Íslands, gift Jóhanni Möller, f. 7. febrúar 1920, d. 26. febrúar 2011.

II. Barnsmóðir Árna var Ingibjörg Kristjánsdóttir, síðar húsfreyja í Miðkoti í Fljótshlíð, kona Ísleifs Sveinssonar bónda; hún f. 27. desember 1891, d. 5. október 1970.
Barn þeirra:
6. Kristbjörg Lilja Árnadóttir á Sólheimum, húsfreyja í Ásgarði í Fljótshlíð, f. 21. mars 1914, d. 17. janúar 1985. Maður hennar Guðjón Jónsson bóndi.

Elísabet var með foreldrum sínum í æsku.
Hún lauk gagnfræðaprófi í Gagnfræðaskólanum 1947.
Elísbet vann á Skattstofunni í Reykjavík fram að giftingu.
Hún var framkvæmdastjóri Geðverndarfélags Íslands.
Þau Jóhann Georg giftu sig 1951, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Mávahlíð 36, en síðar á Naustahlein 20 í Garðabæ.
Jóhann lést 2011 og Elísabet 2020.

I. Maður Elísabetar, (16. mars 1951), var Jóhann Georg Möller frá Stykkshólmi, skrifstofustjóri í Reykjavík, f. 7. febrúar 1920, d. 26. febrúar 2011. Foreldrar hans voru William Thomas Möller póstfgreiðslumaður, símstjóri, f. 6. apríl 1885 á Blönduósi, d. 17. apríl 1961, og kona hans Kristín Elísabet Sveinsdóttir húsfreyja, f. 2. ágúst 1879 í Stykkishólmi, d. 4. janúar 1926. Börn þeirra:
1. Árni Möller bóndi á Þórustöðum í Ölfusi, f. 18. janúar 1952. Fyrrum sambúðarkona hans Hafrún Kristjánsdóttir. Sambýliskona Signý Pálsdóttir.
2. Helga Möller húsfreyja, söngkona, flugfreyja, f. 12. maí 1957. Fyrrum eiginmaður Jóhann Tómasson. Fyrrum sambýlismaður hennar Jón Sigurður Friðriksson. Maður hennar Pétur Ormslev.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.