Elsa Dóróthea Ólafsdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Elsa Dóróthea Ólafsdóttir húsfreyja á Velli fæddist 27. júlí 1879 í London og lést 27. september 1956.
Foreldrar hennar voru Ólafur Magnússon útvegsbóndi í London, f. 18. júlí 1828, d. 21. mars 1904, og síðari kona hans Una Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 19. apríl 1839, d. 25. apríl 1930.

Hálfsystkini Elsu Dórótheu, börn Ólafs með fyrri konu sinni:
1. Árni Ólafsson, f. 18. júní 1857.
2. Oddný Ólafsdóttir húsfreyja á Vestdalseyri í Seyðisfirði, f. 6. ágúst 1859, d. 23. maí 1928.
3. Dagbjört Ólafsdóttir, f. 7. október 1860, d. 19. janúar 1878.
4. Dóróthea Ólafsdóttir kaupakona á Brimnesi í Seyðisfirði, f. 1861, d. 13. júlí 1894.
5. Magnús Ólafsson, f. 16. ágúst 1866, d. 19. janúar 1878.
6. Ólafur Ólafsson vinnumaður í London, f. 15. mars 1869, d. 22. febrúar 1899.
7. Halla Ólafsdóttir, f. 20. september 1870, d. 23. nóvember 1871.
8. Hallvarður Ólafsson sjómaður, fór til Vesturheims frá London 1909, f. 27. mars 1872, d. 29. maí 1914.
9. Halla Ólafsdóttir, tvíburi, f. 30. júní 1873, d. 10. júlí 1873.
10. Oddný Ólafsdóttir, tvíburi, f. 30. júní 1873, d. 8. október 1873.
Barn Ólafs og Unu Guðmundsdóttur var
11. Elsa Dóróthea Ólafsdóttir húsfreyja á Velli, f. 27. júlí 1879, d. 27. september 1956, kona Lárusar Halldórssonar.

Hálfsystkini Elsu, börn Unu með Guðmundi Erlendssyni, fyrri manni sínum.
1. Þorsteinn Guðmundsson sjómaður, f. 10. ágúst 1864, fórst með þilskipinu Jósefínu í apríl 1888.
2. Helgi Guðmundsson, f. 18. maí 1866, d. 10. júní 1866, „dó úr uppdráttarveiki barna“.
3. Þórunn Guðmundsdóttir húsfreyja í Steinum, f. 19. desember 1867, d. 26. febrúar 1924.
4. Þórdís Guðmundsdóttir bústýra, f. 7. september 1870, d. 26. maí 1949.
5. Helga Guðmundsdóttir, f. 19. mars 1873. Hún var þvottahúsrekandi í Kaupmannahöfn, á lífi 1948.
6. Herdís Magnúsína Guðmundsdóttir húsfreyja í London, f. 29. júlí 1874, d. 19. september 1945.

Elsa var með foreldrum sínum í London 1890 og 1901. Þau Lárus giftu sig 1900 og 1910 og 1922 bjuggu þau á Velli, en þau voru skilin 1923, og þá var Lárus fluttur á Gunnarshólma og hafði þar ráðskonu, en Elsa var enn á Velli.
Hún bjó á Velli 1940 með Ólafi Lárusi og Einari Geir sonum sínum, en var flutt úr Eyjum 1945 og bjó í Skerjafirði og á Hjallavegi 28.
Hún dvaldi síðast á Elliheimilinu Grund og lést 1956.

Maður Elsu, (15. nóvember 1900, skildu), var Lárus Halldórsson bóndi, útgerðarmaður, fiskkaupandi, verkamaður, f. 18. febrúar 1873, d. 11. apríl 1957.
Börn þeirra:
1. Ólafía Halldóra Lárusdóttir vinnukona, f. 27. október 1902, d. 9. mars 1925.
2. Óskar Lárusson sjómaður, f. 6. ágúst 1905, d. 1. nóvember 1955.
3. Ágúst Theodór Lárusson sjómaður, f. 13. ágúst 1907, d. 7. júlí 1933.
4. Ólafur Lárusson málarameistari, f. 16. september 1909, d. 14. ágúst 1973.
5. Einar Geir Lárusson bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 24. september 1913, d. 22. ágúst 1997.
6. Unnur Halla Lárusdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 26. september 1916, d. 20. desember 2004.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.