Eygló Þorsteinsdóttir (Valhöll)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Eygló Þorsteinsdóttir.

Eygló Þorsteinsdóttir viðskiptafræðingur, kaupmaður, umboðsmaður fæddist 30. mars 1951 og lést 25. desember 2004.
Foreldrar hennar voru Þorsteinn Kristján Þórðarson skipstjóri, stýrimannaskólakennari, f. 8. mars 1917, d. 30. maí 1960, og kona hans Guðfinna Sigurlilja Eyvindsdóttir húsfreyja, f. 3. desember 1921, d. 21. maí 2013.
Stjúpfaðir Eyglóar var Karl Jónsson rakari, kaupmaður, lögreglumaður, f. 12. des. 1919, d. 1. maí 2011.

Börn Guðfinnu og Þorsteins:
1. Lilja Þorsteinsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 7. júlí 1940 í Valhöll. Maður hennar Gylfi Sigurjónsson.
2. Aðalheiður Laufey Þorsteinsdóttir húsfreyja í Reykjavík, bankastarfsmaður, f. 6. desember 1941 í Valhöll. Maður hennar Gunnar Björnsson.
3. Elíza Þorsteinsdóttir húsfreyja í Reykjavík, flugfreyja, f. 28. ágúst 1946 í Valhöll, d. 1. janúar 2020. Fyrsti maður hennar var Jóhann Vilbergsson, látinn. Fyrrum menn hennar Jón Hjartarson og Grétar Þorsteinsson.
4. Eygló Þorsteinsdóttir viðskiptafræðingur, kaupmaður, umboðsmaður í Keflavík, f. 30. mars 1951 í Reykjavík, d. 25. desember 2006. Maður hennar Geir Reynisson (Newman).

Eygló varð stúdent í Fjölbrautarskóla Suðurnesja 1993, lauk prófi í viðskiptafræði í Háskólanum á Akureyri 2005. Hún stundaði nám við Háskóla Íslands og stefndi að því að ljúka kennaraprófi framhaldsskólakennara.
Hún starfaði við skrifstofu- og bankastörf, rekstur eigin bókaverslunar og síðar rekstur umboðsskrifstofu fyrir Sjóvá o.fl. fyrirtæki í Keflavík.
Þau Geir giftu sig 1975, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Keflavík.

I. Maður Eyglóar, (31. desember 1975), er Geir Reynisson (Newman), f. 15. september 1951. Foreldrar hans voru Raymond G. Newman, f. 4. október 1921, d. 24. apríl 1981, og Hulda Karlsdóttir Newman, f. 10. mars 1927, d. 4. júlí 1962.
Börn þeirra:
1. Hulda Guðfinna Geirsdóttir fjölmiðlakona, f. 21. júlí 1969. Maður hennar Bjarni Bragason.
2. Elísa María Geirsdóttir tónlistarkona, f. 24. apríl 1975. Sambúðarmaður hennar Martin Maddaford.
3. Karl Óttar Newman, f. 27. desember 1976. Sambúðarkona hans Margrét Seema Takyar.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.