Eyjólfur Kolbeins Sigurjónsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Eyjólfur Kolbeins Sigurjónsson.

Eyjólfur Kolbeins Sigurjónsson frá Ofanleiti, löggiltur endurskoðandi fæddist þar 23. ágúst 1924 og lést 14. ágúst 2001.
Foreldrar hans voru sr. Sigurjón Þ. Árnason prestur að Ofanleiti, f. 3. mars 1897, d. 10. apríl 1979, og kona hans Þórunn Eyjólfsdóttir Kolbeins húsfreyja, f. 23. janúar 1903, d. 4. apríl 1969.

Börn Þórunnar og Sigurjóns:
1. Eyjólfur Kolbeins Sigurjónsson, f. 23. ágúst 1924, d. 14. ágúst 2001, löggiltur endurskoðandi í Reykjavík.
2. Árni Sigurjónsson, f. 27. september 1925, d. 1. október 2000, lögfræðingur, fulltrúi lögreglustjórans í Reykjavík.
3. Líney Sigurjónsdóttir, f. 7. maí 1928, húsfreyja, fatahönnuður, klæðskerameistari í Reykjavík, d. 2. janúar 2017.
4. Þórey Jóhanna Sigurjónsdóttir, f. 21. maí 1930, sérfræðingur í barnalækningum í Reykjavík.
5. Hannes Páll Sigurjónsson, f. 5. ágúst 1931, byggingaverkfræðingur, einn af stofnendum og framkvæmdastjóri ÍSTAKS h.f.
6. Þórunn Ásthildur Sigurjónsdóttir, f. 22. júlí 1938, kennari í Reykjavík.
7. Snjólaug Anna Sigurjónsdóttir, f. 23. marz 1942, kennari í Reykjavík.

Eyjólfur var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lauk verslunarprófi í Verslunarskóla Íslands 1943 og prófi fyrir löggilta endurskoðendur í Háskóla Íslands 1949. Hann var í frmhaldsnámi í Columbia University í New York og í Bryant College, viðskiptadeild Brown University á Rhode Island 1949-1950.
Eyjólfur var endurskoðandi á Endurskoðunarskrifstofu Björns E. Árnasonar 1943-1949, starfsmaður í fjármála- og endurskoðunardeild Sameinuðu Þjóðanna í New York 1951-1952 og rak síðan Endurskoðunarskrifstofu Björns E. Árnasonar frá 1953.
Eyjólfur var í stjórn löggiltra endurskoðenda og formaður félagsins 1985-1987, var umdæmisstjóri Lions hreyfingarinnar á Íslandi 1965-1966, ritstjóri Lionfrétta 1963-1966, formaður framkvæmdanefndar byggingaáætlunar 1969-1978 og formaður stjórnar Verkamannabústaða í Reykjavík 1971-1981.
Eyjólfur var stjórnarformaður Alþýðublaðsins 1974-1975, í stjórn þess 1988-1990 og gjaldkeri Alþýðuflokksins sama tíma.
Hann var fulltrúi ríkisstjórnarinnar á allsherjarþingi Smeinuðu þjóðanna árið 1975, sat í bankaráði Landsbankans 1986-1993, gegndi þar formennsku 1990-1993. Hann var formaður eftirlaunasjóðs Landsbanka og Seðlabanka 1991-1993.
Eyjólfur átti sæti í efnahagsnefnd á vegum ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar 1988.
Hann var einn af stofnendum Stöðvar 2 1986.
Eyjólfur hlaut heiðusmerki og viðurkenningu frá alþjóðastjórn Lions 1986 og 1990 og var gerður að ævifélaga í Association of former International Civil Servants United Nations New York árið 1986.
Þau Unnur giftu sig 1951, eignuðust fjögur börn.
Eyjólfur lést 2001.

I. Kona Eyjólfs, (9. júní 1951), er Unnur Friðþjófsdóttir húsfreyja, f. 28. september 1930. Foreldrar hennar voru Friðþjófur Ólafsson Jóhannesson forstjóri á Vatneyri, f. 28. desember 1905, d. 25. desember 1971, og kona hans Jóhanna Cecilie Margarethe Jóhannesson húsfreyja, f. 19. mars 1908, d. 23. nóvember 1994.
Börn þeirra:
1. Friðþjófur Karl Eyjólfsson, f. 7. nóvember 1952. Kona hans Guðný Gunnarsdóttir.
2. Jóhanna Katrín Eyjólfsdóttir, f. 19. mars 1954. Barnsfaðir hennar Áskell Másson.
3. Sigurjón Árni Eyjólfsson, f. 14. mars 1957. Kona hans Martina Brogmus.
4. Eyjólfur Kolbeinn Eyjólfsson, f. 14. mars 1957. Kona hans Unnur Valgeirsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.