Friðrik Magnús Gíslason

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Friðrik Magnús Gíslason rennismíðameistari fæddist 5. mars 1949 á Hól.
Foreldrar hans voru Gísli Ágúst Hjörleifsson sjómaður, f. 13. febrúar 1923 á Raufarfelli u. Eyjafjöllum, d. 17. september 1967, og kona hans Ása Friðriksdóttir frá Hól, húsfreyja, f. 16. september 1930, d. 21. ágúst 2021.

Friðrik var með foreldrum sínum í Eyjum og Keflavík.
Hann nam rennismíði, lauk sveinsprófi 1971, fékk meistarabréf 1974.
Friðrik hefur unnið við iðn sína.
Þau Ingibjörg giftu sig 1970, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Austurvegi 20 við Gos 1973, búa nú á Dverghamri 21.

I. Kona Friðriks Magnúsar, (18. júlí 1970), er Ingibjörg Sigurjónsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, bókari, f. 14. nóvember 1950.
Börn þeirra:
1. Bjarki Friðriksson rennismiður, vélvirki, f. 11. ágúst 1976. Kona hans María Ösp Karlsdóttir.
2. Sigríður Ása Friðriksdóttir grunnskólakennari, f. 23. júní 1979. Maður hennar Ian David Jeffs.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.