Friðrikka Þorbjörnsdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Friðrikka Betúelína Þorbjörnsdóttir.

Friðrikka Betúelína Þorbjörnsdóttir frá Kjaransvík í Grunnavíkurhreppi í N.-Ís., húsfreyja fæddist þar 14. júní 1918 og lést 27. mars 2010 í Hraunbúðum.
Foreldrar hennar voru Þorbjörn Guðmundsson í Kjaransvík, f. 15. október 1882 í Sútarabúðum í Grunnavík, d. 1. desember 1927, og kona hans Guðrún Albertína Jensdóttir húsfreyja, f. 22. nóvember 1880, d. 18. desember 1920.

Móðir Friðrikku lést af barnsförum, þegar Friðrikka var á þriðja árinu. Hún fór þá í fóstur til hjónanna í Holti í Önundarfirði, Jónatans Magnússonar og Guðrúnar Jónsdóttur.
Hún flutti til Eyja. Þau Guðlaugur giftu sig 1945, eignuðust fimm börn, en síðasta barn þeirra fæddist andvana. Þau bjuggu í byrjun á Skildingavegi 8, en síðan í Jómsborg við Víðisveg 9, í Langa-Hvammi við Kirkjuveg 41, aftur á Skildingavegi 8, og að síðustu á Eyjarhólum við Hásteinsveg 20.
Guðlaugur lést 1966.
Friðrikka bjó tvö ár í Hafnarfirði um og eftir Gosið 1973.
Hún vann utan heimilis, í fiskvinnu og síðast var hún starfsmaður í Hraunbúðum. Hún dvaldi þar síðast og lést 2010.

I. Maður Friðrikku, (21. október 1945), var Sigurbjörn Guðlaugur Einarsson frá Viðey, sjómaður, f. 2. desember 1919 á Fáskrúðsfirði, d. 22. september 1966.
Börn þeirra:
1. Einar Björnsson Guðlaugsson, f. 6. maí 1945 á Skildingavegi 8, d. 17. desember 2022.
2. Guðrún Elsa Guðlaugsdóttir, f. 27. nóvember 1946 í Jómsborg, d. 21. mars 2005.
3. Guðmundur Michelsen Guðlaugsson, f. 7. febrúar 1950 í Langa-Hvammi.
4. Friðrik Guðlaugsson, f. 8. ágúst 1953 á Skildingavegi 8.
5. Stúlka, f. andvana 6. september 1956.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 3. apríl 2010. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestfirzkar ættir. Arnardalsætt – Eyrardalsætt. Ari Gíslason og V.B. Valdimarsson. V.B. Valdimarsson 1959-1968.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.