Gísli Brynjólfsson (málari)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Gísli Hjálmar Brynjólfsson.

Gísli Hjálmar Brynjólfsson málarameistari, tónlistarmaður fæddist 10. ágúst 1929 á Eskifirði og lést 23. mars 2017.
Foreldrar hans voru Brynjólfur Einarsson frá Brekku í Lóni, A.-Skaft., skipasmiður, húsasmíðameistari, f. þar 7. júní 1903, d. 11. apríl 1996, og kona hans Hrefna Hálfdanardóttir Jónssonar frá Akureyri, f. 17. ágúst 1904 á Oddeyri þar, d. 8. júlí 1982

Börn Hrefnu og Brynjólfs:
1. Hálfdan Brynjar Brynjólfsson sjómaður, f. 25. desember 1926, d. 7. janúar 1950, fórst með Helga VE 333. Kona hans Anna Sigríður Þorsteinsdóttir, látin.
2. Gísli Hjálmar Brynjólfsson málarameistari, f. 10. ágúst 1929, d. 23. mars 2017. Kona hans Anna Sigríður Þorsteinsdóttir, látin.
Barn Hrefnu og Ófeigs Eyjólfssonar:
3. Vilberg Lárusson á Egilsstöðum, vélgæslumaður, rafgæslumaður, f. 23. ágúst 1923, d. 4. ágúst 1988. Hann ólst up á Eskifirði hjá fósturforeldrum sínum, Lárusi Kjartanssyni og Þorbjörg Jóhannsdóttur í Byggðarholti á Eskifirði. Kona hans Soffía Erlendsdóttir, látin.

Gísli var með foreldrum sínum í æsku, á Brekastíg 33 1934, á Hásteinsvegi 8 1940, á Sléttaleiti við Boðaslóð 4 1945 og 1949.
Hann lærði málaraiðn hjá Engilberti Gíslasyni frá 1946-1950, lauk námi í Iðnskólanum og sveinsprófi 1950, fékk meistarabréf 1955.
Á yngri árum var hann sendill hjá Pósti og síma.
Gísli vann við iðn sína. Hann var harmónikkuleikari. Á unglingsárum var hann í hljómsveitinni Malli-Skrall, sem Marinó Guðmundsson stofnaði. Auk hans voru meðlimir Guðjón Kristófersson, Gísli Brynjólfsson, Guðjón Pálsson, Guðni Hermansen og Björgvin Einars Guðmundsson bróðir Marinós.
Gísli var í Lúðrasveit Vestmannaeyja í 20 ár.
Um árið 2009 var gefinn út diskur með harmónikkuleik hans.
Hálfdan bróðir Gísla fórst með vb. Helga VE-333 7. janúar 1950.
Þau Anna ekkja Hálfdanar og Gísli giftu sig 1950, eignuðust tvö börn og eitt kjörbarn. Þau bjuggu á Sléttaleiti við Boðaslóð 4, fluttu til Hveragerðis 1966, aftur til Eyja 1993, til Akureyrar 2005, bjuggu síðast í Skógarhlíð 35 í Hörgárbyggð.
Anna lést 2007 og Gísli 2017.

I. Kona Gísla, (9. september 1950), var Anna Sigríður Þorsteinsdóttir frá Akureyri, f. þar 4. júlí 1927, d. 29. desember 2007.
Börn þeirra:
1. Hrefna Brynja Gísladóttir, f. 28. mars 1952 á Sléttaleiti. Maður hennar Snorri Óskarsson.
2. Rannveig Gísladóttir, í Bandaríkjunum, f. 15. maí 1953 á Sléttaleiti. Barnsfaðir hennar Kristinn Páll Ingvarsson. Maður hennar Marc Jonathan Haney.
Kjörsonur þeirra:
3. Jón Hreinn Gíslason póststarfsmaður í Svíþjóð, f. 5. október 1964 á Akureyri. Móðir hans var María Halla Jónsdóttir á Akureyri. Fyrrum kona hans Guðrún Helgadóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Íslenskir málarar - Saga og málaratal. Kristján Guðlaugsson. Málarameistarafélag Reykjavíkur 1982.
  • Morgunblaðið 8. apríl 2017. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.