Guðfinna Ástdís Árnadóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Guðfinna Ástdís Árnadóttir.

Guðfinna Ástdís Árnadóttir frá Grund, síðar húsfreyja í Reykjavík fæddist 19. nóvember 1903 og lést 5. október 1990. Hún er skráð Guðfinna Ásdís við skírn, en síðar alltaf skráð Guðfinna Ástdís.
Foreldrar hennar voru Árni Árnason verkamaður á Grund, f. 14. júlí 1870, d. 19. janúar 1924, og kona hans Jóhanna Lárusdóttir frá Búastöðum, f. 23. september 1868, d. 8. desember 1953.

Börn Jóhönnu Lárusdóttur og Árna Árnasona á Grund:
1. Auðbjörg Ástrós Árnadóttir f. 24. október 1892 í Vestmannaeyjum, d. 1894 í Spanish Fork, Utah.
2. Lárus Georg Árnason á Búastöðum, f. 24. apríl 1896 í Spanish Fork, Utah, d. 15. febrúar 1967 í Vestmannaeyjum.
3. Bergþóra Ástrós Árnadóttir, f. 13. september 1898 í Vestmannaeyjum, d. 17. október 1969 í Vestmannaeyjum.
4. Árni Árnason, f. 15. júlí 1901, d. 13. október 1962.
5. Guðfinna Ástdís Árnadóttir, 19. nóvember 1903 í Vestmannaeyjum, d. 5. október 1990 í Reykjavík.
Hálfbróðir Guðfinnu Ástdísar, sammæddur, var
6. Árni Oddsson frá Oddsstöðum, formaður, sjómaður, umboðsmaður á Burstafelli, f. 6. maí 1888, fórst í eldi 16. júní 1938.

Guðfinna var með foreldrum sínum í æsku, var með þeim á Grund 1920, vann að fiskverkun og sá sér og ekkjunni móður sinni farborða eftir að faðir hennar lést.
Kristinn Bjarnason leitaði aftur til Eyja eftir skilnað við Kristínu konu sína og varð kostgangari hjá mæðgunum á Grund. Þau Guðfinna hófu sambúð.
Hún var bústýra Kristins á Grund 1930 með barnið Jóhönnu Árveigu. Þau bjuggu í Hjarðarholti 1934 með Jóhönnu og Bergþóru.
Þau dvöldu í Vatnsdal í A-Húnavatnssýslu um tveggja ára skeið 1931-1933, eignuðust Bergþóru Gunnbjörtu á Síðu í Refasveit í A-Hún. 1933.
Þau fluttust aftur til Eyja, eignuðust Hrafnhildi og Guðlaugu Ásrúnu í Hjarðarholti, fluttust 1940 að Borgarholti í Biskupstungum, byggðu þar upp og bjuggu til 1951, en síðan í Reykjavík.
Kristinn lést 1968 og Guðfinna 1990.

Sambýlismaður Guðfinnu Ástdísar var Kristinn Bjarnason bifreiðastjóri, f. 19. mars 1892 í Neðsta-Sýruparti á Akranesi, d. 12. júlí 1968. Hann var áður kvæntur bóndi í Gafli í Víðdal í V-Hún. og í Þingeyraseli.
Börn þeirra voru:
1. Jóhanna Árveig Kristinsdóttir húsfreyja í Borgarholti í Biskupstungum, síðar á Akureyri, f. 14. desember 1929 á Grund, d. 8. júlí 2002. Maður hennar var Jón Óli Þorláksson, f. 15. maí 1924, d. 2. febrúar 1982.
2. Bergþóra Gunnbjört Kristinsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 17. febrúar 1933, d. 22. maí 2012, var gift Benedikt Bjarna Kristjánssyni, f. 26. september 1935.
3. Hrafnhildur Kristinsdóttir húsfreyja, fulltrúi í Garðabæ, f. 22. mars 1935 í Hjarðarholti. Maður hennar er Sigurður Axelsson, f. 29. júlí 1932.
4. Guðlaug Ásrún Kristinsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 11. júlí 1936 í Eyjum, d. 15. júní 1998. Hún var gift Rósant Hjörleifssyni, f. 21. ágúst 1933.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.