Guðlaug Ásrún Kristinsdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Guðlaug Ásrún Kristinsdóttir frá Hjarðarholti við Vestmannabraut 69, húsfreyja fæddist þar 11. júlí 1936 og lést 15. júní 1998 á Landspítalanum.
Foreldrar hennar voru Kristinn Bjarnason frá Neðri-Sýruparti á Akranesi, hagyrðingur, bóndi, bifreiðastjóri í Eyjum, bóndi í í Borgarholti í Biskupstungum, f. 19. mars 1892, d. 12. júlí 1968, og kona hans Guðfinna Ástdís Árnadóttir húsfreyja, f. 19. nóvember 1903, d. 5. október 1990.

Börn Guðfinnu og Kristins:
1. Jóhanna Árveig Kristinsdóttir húsfreyja í Borgarholti í Biskupstungum, síðar á Akureyri, f. 14. desember 1929 á Grund, d. 8. júlí 2002. Maður hennar var Jón Óli Þorláksson, f. 15. maí 1924, d. 2. febrúar 1982.
2. Bergþóra Gunnbjört Kristinsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 17. febrúar 1933, d. 22. maí 2012, var gift Benedikt Bjarna Kristjánssyni, f. 26. september 1935.
3. Hrafnhildur Kristinsdóttir húsfreyja, fulltrúi í Garðabæ, f. 22. mars 1935 í Hjarðarholti. Maður hennar er Sigurður Axelsson, f. 29. júlí 1932.
4. Guðlaug Ásrún Kristinsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 11. júlí 1936 í Eyjum, d. 15. júní 1998. Hún var gift Rósant Hjörleifssyni, f. 21. ágúst 1933.
Börn Kristins áður:
5. Ásgrímur Kristinsson bóndi og skáld á Ásbrekku í Vatnsdal, verkamaður í Reykjavík, f. 29. desember 1911, d. 20. ágúst 1988.
6. Ásdís Kristinsdóttir húsfreyja, verkakona, síðast í Kópavogi, f. 22. júlí 1912, d. 7. ágúst 1991.
7. Gunnar Kristinsson bifreiðastjóri, fangavörður í Reykjavík, f. 23. september 1913, d. 11. janúar 1982.
8. Bjarni Kristinsson húsmaður á Kornsá í A.-Hún. og Stöðlum í Ölfusi, síðar verkamaður á Selfossi, f. 28. apríl 1915, d. 18. febrúar 1982.
9. Aðalheiður Jóhanna Kristinsdóttir, vinnukona, bjó síðar í Svíþjóð, f. 18. maí 1916, d. 11. nóvember 2014.
10. Benedikt Ragnar Kristinsson sjómaður, flutti til Höfðaborgar í Suður- Afríku, f. 18. mars 1921, d. 15. ágúst 2000.
11. Sigríður Ingibjörg Kristinsdóttir húsfreyja, matráðskona í Reykjavík, f. 24. apríl 1925, d. 17. september 2008.

Guðlaug vann hjá Gosdrykkjaverksmiðjunni Sanitas og síðar hjá Sælgætisgerðunum Víkingi og Pálmanum. Einnig stundaði hún fiskvinnslu.
Þau Rósant giftu sig 1957, eignuðust þrjú börn. Þau voru bændur á Nethömrum í Ölfusi, bjuggu þar til 1960. Þá fluttu þau til Eyja og þaðan til Reykjavíkur og bjuggu þar síðan.
Guðlaug Ásrún lést 1998.

I. Maður Guðlaugar Ásrúnar, (20. júní 1957), er Rósant Hjörleifsson frá Arnarbæli í Ölfusi, bóndi, bifreiðastjóri, f. 21. ágúst 1933 á Akranesi. Kjörforeldrar hans Hjörleifur Pálsson bóndi í Arnarbæli í Ölfusi, f. 14. ágúst 1903, d. 26. maí 1980, og kona hans Unnur Jónsdóttir húsfreyja, f. 20. júní 1901 á Grund á Langanesi, d. 30. ágúst 1980.
Börn þeirra:
1. Kristinn Rósantsson (kjörsonur Rósants), f. 12. maí 1954. Barnsmóðir hans Jakobína Rut Daníelsdóttir. Kona hans Ásthildur Kristjánsdóttir.
2. Stúlka, f. 25. október 1956, lést í fæðingu.
3. Hjördís Unnur Rósantsdóttir húsfreyja, saumakona í Reykjavík, f. 7. júní 1958. Maður hennar Sigurður Sigurðsson rafiðnfræðingur.
4. Stúlka, f. 1. desember 1968, lést í fæðingu.
5. Guðfinna Rósantsdóttir húsfreyja, markaðsfulltrúi, f. 12. janúar 1970. Maður hennar Grétar Már Ómarsson húsasmíðameistari.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.