Guðjón Þór Emilsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Guðjón Þór Emilsson trésmiður, umsjónarmaður fæddist 16. mars 1965 í Eyjum.
Foreldrar hans Emil Þór Guðjónsson málari, bifreiðastjóri, f. 15. febrúar 1944, og kona hans Stella Sólborg Sigurðardóttir húsfreyja, f. 16. apríl 1944.

Guðjón var með foreldrum sínum í æsku, á Enda við Vesturveg 34.
Hann lærði trésmiðar hjá Stefáni tengdaföður sínum á Selfossi, varð sveinn 2002.
Guðjón flutti til Selfoss, hefur verið umsjónarmaður með Íþróttahúsinu á Selfossi frá 2004.
Þau Fanney giftu sig, eignuðust þrjú börn.

I. Kona Guðjóns Þórs er Fanney Stefánsdóttir húsfreyja, f. 18. janúar 1964. Foreldrar hennar Stefán Jónsson trésmíðameistari, f. 2. desember 1934, og kona hans Svandís Bára Sigurðardóttir húsfreyja, f. 18. september 1942.
Börn þeirra:
1. Emil Þór Guðjónsson vinnuvélastjóri, f. 17. mars 1986. Kona hans Nanna Rut Guðmundsdóttir.
2. Atli Fannar Guðjónsson járningamaður, f. 3. júní 1993. Sambúðarkona hans Inga Hanna Gunnarsdóttir.
3. Ívar Örn Guðjónsdóttir tamningamaður, f. 5. júlí 1999. Unnusta hans Friðdís Þóra Bergsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.