Guðjón Þorkelsson (Sandprýði)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Guðjón Þorkelsson frá Sandprýði, skipstjóri í London fæddist 12. september 1907 í Sandprýði og lést 8. desember 1982.
Foreldrar hans voru Þorkell Þórðarson frá Ormskoti í Fljótshlíð, sjómaður, verkamaður, f. 7. desember 1872, d. 14. júlí 1945, og kona hans Guðbjörg Jónsdóttir frá Tungu í Fljótshlíð, húsfreyja, f. 3. júlí 1884, d. 10. desember 1951.
Börn Guðbjargar og Þorkels:
1. Georg Þorkelsson skipstjóri, f. 4. ágúst 1906 á Gjábakka, d. 28. desember 1983.
2. Guðjón Þorkelsson skipstjóri, f. 12. september 1907 í Sandprýði, d. 8. desember 1982.
3. Þuríður Þorkelsdóttir ræstitæknir, forstöðumaður, f. 14. nóvember 1910 í Sandprýði, d. 3. ágúst 1981.
4. Helga Þorkelsdóttir húsfreyja, f. 11. nóvember 1913 í Sandprýði, síðast í Grindavík, d. 22. september 1980.
5. Húnbogi Þorkelsson vélvirkjameistari, f. 7. janúar 1916 í Sandprýði, d. 9. apríl 2002.
6. Bernódus Þorkelsson skipstjóri, f. 3. júní 1920 í Sandprýði, d. 11. febrúar 1957.
7. Aðalbjörg Þorkelsdóttir húsfreyja, starfsmaður Íþróttamiðstöðvarinnar, f. 5. mars 1924 í Sandprýði, d. 16. september 2010.
Fósturbarn Guðbjargar og Þorkels var
8. Helga Árnadóttir Bachmann húsfreyja, f. 26. júlí 1931, d. 16. nóvember 1999, en hún var dóttir Þuríðar dóttur þeirra.

Guðjón var með foreldrum sínum í æsku. Hann hóf snemma sjómennsku, var skipstjóri um árabil.
Í Reykjavík vann hann lagerstörf.
Þau Þuríður giftu sig 1935, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í London til 1944, er þau fluttu til Reykjavíkur. Þar bjuggu þau fyrst við Rauðarárstíg, síðar við Eskihlíð.

I. Kona Guðjóns, (11. maí 1935), var Þuríður Einarsdóttir frá London, húsfreyja, f. 31. desember 1910, d. 30. janúar 1988.
Börn þeirra:
1. Sigríður Guðjónsdóttir húsfreyja, lífeindafræðingur, f. 30. júní 1935 í London, d. 1. nóvember 2022. Maður hennar er Haraldur Hamar.
2. Guðbjörg Guðjónsdóttir húsfreyja, sjúkraliði, f. 20. mars 1937 í London. Maður hennar var Eðvar Ólafur Ólafsson, látinn.
3. Rut Guðjónsdóttir bankaritari, f. 15. júlí 1940 í London, d. 15. apríl 2022. Maður hennar er Bjarni Mathiesen.
4. Gylfi Guðjónsson arkitekt, f. 27. ágúst 1947 í Reykjavík. Kona hans Kristín Jónsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.