Guðjón Traustason (vélvirkjameistari)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Guðjón Traustason.

Guðjón Traustason frá Hjarðarholti, vélvirkjameistari fæddist 23. apríl 1943 og lést 4. janúar 2020.
Foreldrar hans voru Trausti Guðjónsson frá Skaftafelli, f. 13. ágúst 1915 að Eyjarhólum, d. 2. desember 2008 á Landspítalanum, og kona hans Ragnheiður Jónsdóttir frá Brekku í Gilsfirði, húsfreyja, f. 12. október 1917, d. 3. mars 2011 á hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík.

Börn Ragnheiðar og Trausta:
1. Halldóra Traustadóttir húsfreyja, ljósmóðir, f. 28. júní 1938. Maður hennar er Einar Jónasson.
2. Guðjón Traustason vélvirkjameistari, f. 23. apríl 1943. Kona hans Guðrún Kristín Erlendsdóttir.
3. Kornelíus Traustason húsasmíðameistari, f. 30. maí 1946. Kona hans Elín Pálsdóttir.
4. Símon Eðvald Traustason bóndi á Ketu í Skagafirði, f. 1. ágúst 1948. Kona hans Ingibjörg Jóhanna Jóhannesdóttir.
5. Sólveig Rósa Benedikta Traustadóttir húsfreyja, sjúkraliði, f. 12. júlí 1950. Maður hennar Sigurður S. Wium.
6. Vörður Leví Traustason prestur og fyrrverandi lögregluþjónn, f. 21. okt. 1952. Kona hans Ester Karin Jacobsen frá Noregi.
7. Guðrún Ingveldur Traustadóttir húsfreyja, sjúkraliði, f. 5. mars 1954. Maður hennar Geir Jón Þórisson.

Guðjón var með foreldrum sínum í æsku.
Hann nam vélvirkjun, varð vélvirkjameistari og starfaði í Magna, en eftir Gosið vann hann hjá Ístaki í Reykjavík.
Þau Guðrún Kristín giftu sig 1964, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Hjarðarholti við Vestmannabraut 69 við fæðingu Sigríðar Heiðrúnar, voru komin á Brekastíg 33 við fæðingu Trausta 1965 og bjuggu þar til Goss. Þá bjuggu þau í Fljótshlíð um skeið og á Selfossi, en 1975 settust þau að á Hlíðarvegi 16 í Kópavogi og bjuggu þar. Kristín fluttist á hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð í Kópavogi og lést 2010.
Guðjón bjó að síðustu með Sigríði Sverrisdóttur og bjó í Álfkonuhvarfi 59 í Kópavogi.

I. Kona Guðjóns, (23. apríl 1964), var Guðrún Kristín Erlendsdóttir frá Hamragörðum u. V-Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 10. september 1929, d. 23. desember 2010.
Börn þeirra:
1. Sigríður Heiðrún Guðjónsdóttir textílkennari, f. 15. desember 1963, gift Ágústi Ólasyni.
2. Trausti Guðjónsson pípulagningameistari, f. 28. janúar 1965, giftur Lísu Maríu Karlsdóttur.
3. Erlendur Reynir Guðjónsson verktaki, f. 21. maí 1969, giftur Guðfinnu Björk Sigvaldadóttur.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 13. janúar 2020. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.