Halldóra Traustadóttir (ljósmóðir)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Halldóra Traustadóttir.

Halldóra Kolbrún Traustadóttir frá Hjarðarholti, húsfreyja, ljósmóðir fæddist 28. júní 1939 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Trausti Guðjónsson frá Skaftafelli, f. 13. ágúst 1915 að Eyjarhólum, d. 2. desember 2008 á Landspítalanum, og kona hans Ragnheiður Jónsdóttir frá Brekku í Gilsfirði, húsfreyja, f. 12. október 1917, d. 3. mars 2011 á hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík.

Börn Ragnheiðar og Trausta:
1. Halldóra Traustadóttir húsfreyja, ljósmóðir, f. 28. júní 1939. Maður hennar er Einar Jónasson, látinn.
2. Guðjón Traustason vélvirkjameistari, f. 23. apríl 1943. Kona hans Guðrún Kristín Erlendsdóttir, látin.
3. Kornelíus Traustason húsasmíðameistari, f. 30. maí 1946. Kona hans Elín Pálsdóttir.
4. Símon Eðvald Traustason bóndi á Ketu í Skagafirði, f. 1. ágúst 1948. Kona hans Ingibjörg Jóhanna Jóhannesdóttir.
5. Sólveig Rósa Benedikta Traustadóttir húsfreyja, sjúkraliði, f. 12. júlí 1950, d. 5. mars 2011. Maður hennar Sigurður S. Wium, látinn.
6. Vörður Leví Traustason prestur og fyrrverandi lögregluþjónn, f. 21. okt. 1952. Kona hans Ester Karin Jacobsen frá Noregi.
7. Guðrún Ingveldur Traustadóttir húsfreyja, sjúkraliði, f. 5. mars 1954. Maður hennar Geir Jón Þórisson.

Halldóra var með foreldrum sínum í æsku, með þeim í Reykjavík og fluttist með þeim að Hjarðarholti, Vestmannabraut 65. Hún lauk ljósmæðraprófi frá Ljósmæðraskóla Íslands 30. september 1960, var ljósmóðir á fæðingadeild Landspítalans 1961-1962, var við afleysingar 1968-1976 og síðan fastráðin. Hún lét af störfum 70 ára.
Þau Einar giftu sig 1961, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Betel, Faxastíg 6 við fæðingu Trausta Ragnars 1962, en fluttust á Höfðaveg 2 um 1963, hús, sem þau byggðu.
Þau fluttu til Reykjavíkur 1968, bjuggu að Garðstöðum 30.

I. Maður Halldóru, (26. ágúst 1961), var Einar Guðni Jónasson frá Grundarbrekku, múrarameistari, f. 24. nóvember 1938, d. 3. febrúar 2021.
Börn þeirra:
1. Trausti Ragnar Einarsson kennari, bifvélavirkjameistari, múrarameistari, vélvirkjameistari, f. 24. maí 1962, býr í Reykjavík. Kona hans Eva Susanne Linnéa Anderson.
2. Gunnar Jónas Einarsson matreiðslumaður í Reykjavík, f. 2. maí 1966 í Eyjum. Fyrrum kona Sigríður Lund Hermannsdóttir. Kona hans Þóra Guðbjörg Arnardóttir.
3. Fjalar Freyr Einarsson kennari, kennsluráðgjafi í Reykjavík, f. 4. júlí 1971 í Reykjavík. Kona hans Dögg Harðardóttir.
4. Sindri Reyr Einarsson tæknimaður í Reykjavík, f. 8. janúar 1980 í Reykjavík. Kona hans Sólveig Ragnarsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Fjalar Freyr.
  • Íslendingabók.is.
  • Ljósmæður á Íslandi 1-2. Ritstjóri Björg Einarsdóttir. Ljósmæðrafélag Íslands 1984.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.