Guðlaug Kr. Vigfúsdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Guðlaug Kristín Vigfúsdóttir húsfreyja, bústýra fæddist 3. maí 1874 í Valdakoti í Sandvíkurhreppi í Flóa og lést 9. október 1946.
Foreldrar hennar voru Vigfús Jónsson bóndi, f. 1. október 1821, d. 23. febrúar 1894 og kona hans Gunnhildur Jónsdóttir húsfreyja, f. 25. ágúst 1844, d. 10. desember 1922.

Guðlaug Kristín var með foreldrum sínum í Valdakoti 1880, var vinnukona í Mundakoti á Eyrarbakka 1890, fór þaðan 1894 að Mýrum í Álftaveri, V.-Skaft, var þar vinnukona til 1896, vinnukona í Norður-Götum í Mýrdal 1896-1898, í Suður-Hvammi þar 1898-1900, á Felli þar 1900-1901, var húskona á Götum þar 1901-1902.
Þau Loftur giftu sig 1900, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Vík 1902-1917, er Loftur lést.
Hún bjó í Vík til 1924, er hún flutti til Eyja, bjó þar með sonum sínum.
Guðlaug Kristín lést 1946.

I. Maður Guðlaugar Kristínar, (5. nóvember 1900), var Loftur Þorsteinsson frá Reynisdal í Mýrdal, vinnumaður, húsmaður, málari í Vík, f. 11. mars 1875, d. 19. febrúar 1917. Foreldrar hans voru Þorsteinn Einarsson frá Kerlingardal í Mýrdal, bóndi, f. 17. janúar 1834, d. 28. ágúst 1900, og þriðja kona hans Ingibjörg Loftsdóttir frá Reyni í Mýrdal, húsfreyja, f. 19. september 1842, d. 11. janúar 1880.
Börn þeirra :
1. Gunnlaugur Loftsson verslunarmaður, kaupmaður.
2. Þorsteinn Loftsson bifreiðastjóri, f. 9. febrúar 1904, d. 24. mars 1959.
3. Daníel Loftsson verkamaður, f. 23. febrúar 1914, d. 9. ágúst 1943.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.