Gunnlaugur Loftsson (kaupmaður)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Gunnlaugur Loftsson frá Felli í Mýrdal, verslunarmaður, kaupmaður fæddist 22. apríl 1901 á Felli og lést 15. apríl 1975.
Foreldrar hans voru Loftur Þorsteinsson trésmiður, málari í Vík, f. 11. mars 1875 í Reynisdal í Mýrdal, d. 19. febrúar 1917, og kona hans Guðlaug Kristín Vigfúsdóttir húsfreyja, f. 3. maí 1874 í Valdakoti í Sandvíkurhreppi, Árn., d. 9. október 1946.

Börn Guðlaugar og Lofts:
1. Gunnlaugur Loftsson verslunarmaður, kaupmaður.
2. Þorsteinn Loftsson bifreiðastjóri, f. 9. febrúar 1904, d. 24. mars 1959.
3. Daníel Loftsson verkamaður, f. 23. febrúar 1914, d. 9. ágúst 1943.

Gunnlaugur var með foreldrum sínum í Götum 1901-1902, í Vík 1902-1917, en þá lést faðir hans. Hann var með móður sinni Vík í fyrstu og flutti með henni og bræðrum sínum til Eyja 1924.
Gunnlaugur bjó hjá móður sinni í Nýja-Bergholti 1927.
Hann stundaði sjómennsku í Vík í fyrstu, var skrifstofumaður hjá Gunnari Ólafssyni til 1931. Hann varð kaupmaður í Eyjum, en verslaði einnig á Siglufirði með Karli Kristmanns og þjónustuðu þeir báta frá Eyjum. Eftir flutning til Reykjavíkur 1943, vann hann við verslun.
Þau Guðrún giftu sig 1939, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu að Urðavegi 41 fyrstu árin. Þar fæddist Guðrún 1933. Þau bjuggu í Gamla spítalanum við Kirkjuveg 20 1934 og 1940. Þau fluttu til Reykjavíkur 1943, bjuggu þar á Brávallagötu 14.
Gunnlaugur lést 1975. Guðrún dvaldi á Hrafnistu í Reykjavík frá 1979.
Hún lést 1988.

I. Kona Gunnlaugs, (6. október 1939), var Guðrún Geirsdóttir frá Kanastöðum, húsfreyja, f. 18. desember 1908, d. 15. september 1988.
Börn þeirra:
1. Guðrún Gunnlaugsdóttir Johnson húsfreyja, f. 21. mars 1933 á Urðavegi 41. Maður hennar var Ólafur Ó. Johnson, látinn.
2. Walter Gunnlaugsson sjómaður, verslunarmaður, verkstjóri, f. 3. ágúst 1935 á Kirkjuvegi 20. Fyrrum kona hans Jóhanna Heiðdal. Kona hans Anna Lísa Ásgeirsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 24. apríl 1975. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.