Guðmundur Þórarinsson (Vesturhúsum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Hjónin Guðmundur Þórarinsson og Guðrún Erlendsdóttir með Höllu dóttur sinni.
Börn hjónanna á Vesturhúsum, Guðmundar og Guðrúnar. Standandi: Halla og Magnús. Sitjandi: Þórdís og Guðleif.

Guðmundur Þórarinsson útvegsbóndi á Vesturhúsum, fæddist 28. des. 1850 í Berjanesi í Steinasókn u. Eyjafjöllum og lést 13. marz 1916, drukknaði við Álsey.
Faðir hans var Þórarinn bóndi, (1870), í Aurgötu u. Eyjafjöllum, á Hjáleigusöndum og á Leirum þar, f. 28. ágúst 1832 í Breiðabólstaðarsókn í Fljótshlíð, varð úti 1879 á heimleið úr Keflavík á Suðurnesjum, þar sem hann hafði verið á vertíð, Jónsson bónda í Ey, f. um 1810, d. 3. apríl 1869, Jónssonar bónda á Kanastöðum í A-Landeyjum og Ey, f. 6. ágúst 1876 í Vestri-Garðsauka í , d. 5. október 1843, Jónssonar, og fyrri konu Jóns á Kanastöðum, Auðbjargar (líka nefnd Iðbjörg) húsfreyju, f. 1781 í Drangshlíð u. Eyjafjöllum, skírð 27. júní það ár, d. 15. ágúst 1828, Einarsdóttur.
Móðir Þórarins bónda í Aurgötum og barnsmóðir Jóns á Kanastöðum var Þóra vinnukona í Berjanesi, f. 3. október 1809, d. 9. júní 1890, Pétursdóttir bónda í Hólmahjáleigu í A-Landeyjum, f. 1782, d. 5. október 1836 í Eyjum, Ólafssonar, og konu Péturs, Sigríðar húsfreyju, f. 1773, d. 30. september 1826, Jónsdóttur.
Þegar Þóra Pétursdóttir var vinnukona í Berjanesi, eignaðist hún Þórarin. Síðara barnið átti hún með Benedikt Guðmundssyni, síðar vinnumanni í Háagarði, en drukknaði 1842. Barnið var Pétur Benediktsson (líka Pétur Benidiktsson), f. í Breiðabólstaðarsókn 10. febr. 1841, d. 16. okt. 1921. Hann var faðir Jóns Péturssonar bónda og smiðs í Þorlaugargerði í Eyjum og Marteu Guðlaugar Pétursdóttur, fyrri konu Guðjóns Jónssonar á Oddsstöðum.

Móðir Guðmundar Þórarinssonar á Vesturhúsum og barnsmóðir Þórarins Jónssonar var Margrét Hafliðadóttir vinnukona, f. 12. júlí 1830, d. 17. desember 1915 á Vesturhúsum.

Guðmundur var tökupiltur í Steinum u. Eyjafjöllum 1860, vinnumaður í Landlyst 1870, húsbóndi á Vesturhúsum 1890 með konu og börnum. Þar var einnig Margrét móðir hans.
Hjá þeim var einnig fósturdóttirin Oddrós Anna Sigríður Oddsdóttir, f. 25. október 1897, d. 1980. Hún var dóttir Odds Árnasonar frá Oddsstöðum, f. 30. júní 1865, d. 8. ágúst 1898. Oddrós var hálfsystir Árna á Burstafelli.
Guðmundur var útvegsbóndi á Vesturhúsum 1910. Margrét móðir hans var enn hjá honum og nú hafði bæst við fósturbarnið Guðmundur Jóelsson, síðar í Háagarði, f. 5. janúar 1907, d. 14. september 1965. Hann var sonur Þórdísar dóttur þeirra hjóna, en hún hafði látist fyrir tveim árum (d. 4. júní 1908). Eftir drukknun Guðmundar bónda fór drengurinn í fóstur til föðursystur sinnar Margrétar í Gerði. Þar var hann 1920.

Kona Guðmundar Þórarinssonar var Guðrún Erlendsdóttir, f. 1. febr. 1841 í Stóradalssókn í Rang., d. 14. júní 1921, gift 18. okt. 1872.

Börn Guðmundar og Guðrúnar konu hans voru:
1. Guðmundur Guðmundsson, f. 21. febrúar 1882, d. 1. mars 1882 úr „krampa“.
2. Guðleif, kona Vigfúsar í Holti.
3. Magnús, kvæntur Jórunni Hannesdóttur.
4. Halla, gift Guðjóni Eyjólfssyni.
5. Þórdís, gift Jóel Eyjólfssyni.
Tvö fósturbörn þeirra:
6. Guðmundur Jóelsson.
7. Oddrós Anna Sigríður Oddsdóttir.

Sjá 1. ítarlega grein um Guðmund á Vesturhúsum í Bliki 1969, Vesturhúsfeðgarnir og
2. Ritverk Árna Árnasonar/Guðmundur Þórarinsson (Vesturhúsum)


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.