Guðmundur Þórarinsson (Týssi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Guðmundur Hörður Þórarinsson (Týssi) frá Nýborg við Njarðarstíg 17, húsasmíðameistari fæddist 10. desember 1936 á Háeyri við Vesturveg 11a og lést 26. september 1997.
Foreldrar hans voru Þórarinn Anton Jóhann Guðmundsson frá Háeyri, verkamaður, f. 4. júlí 1910 í Nýborg, d. 8. nóvember 1970, og kona hans Elísabet Bjarnveig Guðbjörnsdóttir frá Bolungarvík, húsfreyja, f. þar 14. október 1914, d. 2. júlí 1990.

Börn Elísabetar og Þórarins:
1. Guðmundur Hörður Þórarinsson húsasmíðameistari, f. 10. desember 1936 að Háeyri, d. 26. september 1997.
2. Ásta Guðbjörg Þórarinsdóttir, f. 1. nóvember 1938 í Nýborg.
3. Óskar Þórarinsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 24. maí 1940 í Nýborg, d. 2. nóvember 2012.
4. Þóranna Þórarinsdóttir húsfreyja, f. 17. mars 1944 í Nýborg. Maður hennar Kristján Guðbjartsson Bergmann, f. 12. nóvember 1942, d. 30. júlí 2022. (Mbl. 25. 8. 2022)
5. Andvana drengur, f. 30. desember 1951 að Háeyri.
6. Andvana barn, f. 4. september 1954 að Háeyri.

Guðmundur var með foreldrum sínum í æsku, í Nýborg og á Háeyri. Hann lærði húsasmíði og vann við iðn sína.
Guðmundur (Týssi) tók mikinn þátt í knattspyrnu, var m.a. valinn í pressulið Alberts Guðmundssonar gegn landsliðinu 1954. Hann var formaður Golfklúbbs Vestmannaeyja og félagi í Oddfellowstúkunni Herjólfi IOOF.
Þau Sigurbjörg giftu sig 1956, eignuðust ekki börn. Þau bjuggu í Pétursey við Hásteinsveg 43, byggðu Brekkugötu 5 og bjuggu þar síðast.
Guðmundur lést 1997 og Sigurbjörg 2016.

I. Kona Guðmundar, (29. desember 1956), var Sigurbjörg Rannveig Guðnadóttir (Systa) frá Vegamótum við Urðaveg 4, gjaldkeri, skrifstofustjóri, f. 29. desember 1935, d. 2. nóvember 2016.
Þau voru barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.