Guðmundur H. Tegeder

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Guðmundur Heinrich Tegeder.

Guðmundur Heinrich Tegeder frá Sætúni við Bakkastíg 10, verkamaður fæddist þar 15. júlí 1949 og lést 13. apríl 2011.
Foreldrar hans voru Gerhard Diedrich Heinrich Tegeder (Hinrik Hinriksson), af þýskum ættum, f. 17. október 1911 í Bremerhaven, d. 21. desember 1976 í Eyjum, og kona hans Sigurást (Ásta) Þóranna Tegeder, f. 12. nóv. 1915, d. 18. maí 1991.

Börn Ástu og Heinrich:
1. Edda Tegeder húsfreyja, f. 7. apríl 1939 í Bremerhaven í Þýskalandi, býr nú á Eyjahrauni 7. Maður hennar var Haraldur Traustason.
2. Herdís Tegeder húsfreyja, f. 26. september 1940 á Háeyri, Vesturvegi 11, d. 8. júní 2019. Maður hennar var Sveinn Adolf Sigurjónsson, látinn. Sambýlismaður hennar er Hermann Kristján Jónsson.
3. Guðmundur Heinrich Tegeder verkamaður, f. 15. júlí 1949 á Sætúni, Bakkastíg 10, d. 12. apríl 2011. Kona hans er Jólína Bjarnason frá Færeyjum.
4. María Tegeder húsfreyja, f. 5. nóvember 1952 að Brekastíg 35. Barnsfaðir hennar var Ólafur Friðrik Guðjónsson. Fyrrum sambúðarmaður hennar er Þorsteinn Nielsen. Sambúðarmaður hennar er Guðlaugur Friðþórsson.

Guðmundur var með foreldrum sínum.
Hann var verkamaður, fékkst við ljóðagerð.
Þau Jólína giftu sig 1970, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu í Reykjadal við Brekastíg 5a
Guðmundur lést 2011.

I. Kona Guðmundar, (1970), er Jólína Bjarnason húsfreyja, ættuð frá Færeyjum, f. 29. október 1949.
Börn þeirra:
1. Sverrir Þór Guðmundsson, f. 11. desember 1969.
2. Jónína Tegeder Guðmundsdóttir, f. 13. mars 1972.
3. Gerhard Guðmundsson, f. 19. nóvember 1973.
4. Sigurást Þóranna Guðmundsdóttir, f. 16. maí 1976.
5. Poula María Guðmundsdóttir, f. 28. júní 1991.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.