Guðmundur Jónsson (Stapa)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Guðmundur Jónsson.

Guðmundur Jónsson verkamaður á Stapa fæddist 20. oktober 1897 á Ragnheiðarstöðum í Flóa og lést 15. júlí 1965 í Hafnarfirði.
Foreldrar hans voru Jón Egilsson bóndi, f. 7. nóvember 1860, d. 22. maí 1924 og Margrét Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 24. júlí 1864, d. 8. mars 1964.

Guðmundur var með með foreldrum sínum í Reykjavík 1910. Hann var kominn að Bergi 1923, leigjandi, sjómaður, bjó þar 1924 og Guðbjörg var bústýra hans.
Sigurbjörg fæddist þar 1924.
Við fæðingu Friðbjargar 1926 var Guðbjörg á Bólstað, en Guðmundur í París.
Þau bjuggu á Bessastíg 4 1929 og 1930, á Litlu-Eyri 1934, síðar á Stapa. Þar bjuggu þau 1940 og enn 1945, en voru flutt þaðan 1949.
Þau Guðbjörg fluttust í Hafnarfjörð þar sem hann vann við skipasmíðar. Þau bjuggu á Suðurgötu 44 við andlát Guðmundar 1965. Guðbjörg dvaldi síðast á Sólvangi þar. Hún lést 1976.

Sambýliskona Guðmundar var Guðbjörg Guðmundsdóttir húsfreyja frá Kagaðarhóli á Uppásum í Torfalækjarhreppi í A-Hún., f. 16. ágúst 1894, d. 2. maí 1976.
Börn þeirra:
1. Guðmunda Jóna Margrét Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 19. desember 1922, d. 10. október 1984.
2. Sigurbjörg Kolbrún Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 30. nóvember 1924, d. 12. apríl 1975.
3. Friðbjörg Guðmundsdóttir, síðast í Reykjavík, f. 10. mars 1926 á Bólstað, d. 30. júlí 1997.
4. Jón Egilsson Guðmundsson, f. 28. september 1927, d. fyrir 1930.
5. Þóra Egilsína Guðmundsdóttir, f. 4. janúar 1930 á Bessastíg 4, d. 9. júlí 2008.

Dætur Guðbjargar og stjúpbörn Guðmundar:
6. Jóna Ingibjörg Magnúsdóttir húsfreyja, talsímakona, f. 19. september 1916, d. 20. október 1938.
7. Magnúsína Guðbjörg Magnúsdóttir húsfreyja á Stapa, síðar í Þorlákshöfn, f. 14. apríl 1920, d. 11. mars 2005. Maður hennar var Engilbert Þorbjörnsson bifreiðastjóri.

Fósturbörn þeirra Guðbjargar voru:
8. Dóttursonur Guðbjargar, Arnar Semingur Andersen sjómaður, f. 12. október 1935, sonur Jónu Ingibjargar Magnúsdóttur. Faðir hans var Svend Ove Andersen frá Friðrikssundi í Danmörku.
9. Dótturdóttir Guðbjargar, dóttir Sigurbjargar Kolbrúnar, var Ingibjörg Nancy Kudrick Morgan, f. 12. júlí 1943, d. 13. nóvember 2019.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.