Guðný Eiríksdóttir (Grímsstöðum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Guðný Eiríksdóttir frá Miðhúsum í Garði, Gull., húsfreyja fæddist 16. desember 1868 og lést 22. desember 1939.
Foreldrar hennar voru Eiríkur Jónsson þurrabúðarmaður, f. 16. október 1834 á Seljalandi í Fljótshverfi, V.-Skaft, d. 8. febrúar 1901, og Hugborg Ögmundsdóttir frá Reynisholti í Mýrdal, húsfreyja í Garði og Keflavík, f. 14. mars 1842, d. 16. mars 1929.

Guðný var með foreldrum sínum í æsku, í Hábæ í Útskálasókn 1890.
Hún eignaðist barn með Gísla í Hábæ 1892.
Þau Gísli giftu sig, eignuðust 5 börn. Þau bjuggu á Eskifirði.
Gísli lést 1915.
Guðný var í Keflavík með yngsta barn sitt 1920, flutti til Eyja 1927, var húsfreyja á Grímsstöðum við Skólaveg 27 hjá Þorsteini syni sínum 1930.
Guðný flutti úr Eyjum.
Hún lést 1939.

I. Maður Guðnýjar var Gísli Kaprasíusson frá Mávahlíð í Lundarreykjadal, Borg., sjómaður á Eskifirði, f. 22. janúar 1853, d. 30. ágúst 1915. Foreldrar hans voru Kaprasíus Magnússon frá Hóli í Lundarreykjadal, bóndi, f. 9. október 1821, síðar í Reykjavík, d. 4. júlí 1864, og kona hans Ragnheiður Þorsteinsdóttir frá Krossi í Lundarreykjadal, húsfreyja, f. 9. desember 1823, d. 17. apríl 1891.
Börn þeirra:
1. Eyjólfur Gíslason skipstjóri, f. 7. janúar 1892, d. 10. desember 1957.
2. Þorsteinn Kristinn Gíslason skipstjóri, f. 5. maí 1902, d. 25. maí 1971.
3. Þóra Ingibjörg Gísladóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 19. júní 1906, d. 27. janúar 1967.
4. Kristín María Gísladóttir, f. 1. september 1909, d. 31. ágúst 1972.
5. Dómhildur Ástríður Gísladóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 24. febrúar 1912, d. 23. júlí 1965.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Borgfirzkar æviskrár. Margir höfundar. Sögufélag Borgarfjarðar 1969-2007.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.