Guðný Guðnadóttir (Landlyst)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Guðný Guðnadóttir frá Hallgeirseyjarhjáleigu í A-Landeyjum, vinnukona, síðar húsfreyja í Utah fæddist 14. júlí 1858 og lést 26. maí 1939.
Faðir Guðnýjar var Guðni bóndi þar, f. 4. desember 1813 á Arnarhóli í V-Landeyjum, d. 23. desember 1872, Guðnason bónda á Arnarhóli og Hallgeirseyjarhjáleigu, f. 1778 á Núpum í Fljótshverfi, V-Skaft., d. 6. janúar 1850 á Arnarhóli, Ögmundssonar bónda á Núpum, f. 1726, d. 19. september 1780, Ólafssonar, og síðari konu Ögmundar, Guðrúnar húsfreyju, f. 1748, d. 28. júlí 1818, Þorsteinsdóttur bónda á Arnbjargarlæk í Þverárhlíð, Borgarfirði, Þorvaldssonar.
Móðir Guðna yngri í Hallgeirseyjarhjáleigu og kona, (19. júlí 1804), Guðna eldri var Kristín húsfreyja, skírð 6. apríl 1778, d. 28. september 1854, Bjarnhéðinsdóttir bónda í Langagerði í Hvolhreppi, f. 1743, d. 8. ágúst 1811, Sæmundssonar, og konu Bjarnhéðins, Guðrúnar húsfreyju, f. 1751, d. 11. febrúar 1834, Einarsdóttur.

Móðir Guðnýjar og kona Guðna í Hallgeirseyjarhjáleigu, (1. júlí 1852), var Elín húsfreyja, f. 18. júní 1826 í Efri-Vatnahjáleigu (Svanavatni) í A-Landeyjum, d. 23. nóvember 1908, Ísleifsdóttir bónda á Bryggjum þar, f. 27. febrúar 1799 í Búðarhóls-Norðurhjáleigu þar, d. 20. mars 1893 í Hallgeirseyjarhjáleigu, Eyjólfssonar bónda í Búðarhóls-Austurhjáleigu (Hólavatni) þar, f. 1768 í Norður-Búðarhólshjáleigu þar, d. 26. nóvember 1838 í Austurhjáleigu þar, Guðmundssonar, og konu Eyjólfs, (15. ágúst 1790), Elínar húsfreyju og yfirsetukonu, f. 1767 í Bakkahjáleigu í A-Landeyjum, d. 7. maí 1855, Ísleifsdóttur.
Móðir Elínar í Hallgeirseyjarhjáleigu og kona, (6. júní 1824, skildu), Ísleifs á Bryggjum var Guðný húsfreyja á Bryggjum, f. 11. október 1805, d. 23. september 1877, Jónsdóttir bónda á Syðri-Úlfsstöðum, Ljótarstöðum og Snotru í A-Landeyjum, f. 1766 á Syðri-Úlfsstöðum, d. 2. apríl 1842 á Snotru, Þorkelssonar, og konu Jóns Þorkelssonar, (28. október 1790), Margrétar húsfreyju, f. 1765, d. 18. júlí 1834, Hreinsdóttur.

Systkini Guðnýjar í Eyjum voru:
1. Ísleifur Guðnason bóndi á Kirkjubæ, f. 30. janúar 1862, d. 1. júní 1916.
2. Elín Guðnadóttir vinnukona á Heiði, f. 24. júní 1856, d. 18. júní1923.
3. Guðrún Guðnadóttir vinnukona í Nýborg, f. 24. júní 1856, d. 1. nóvember 1926.

Guðný kom úr Landeyjum að Juliushaab 1882, var þá vinnukona þar, í Jónshúsi 1883-1885, í Frydendal 1886-1887.
Hún var vinnukona í Landlyst 1888-1891 og fór þaðan með Jóni Sigmundssyni til Vesturheims á því ári.
Þau Jón giftust og bjuggu í Spanish Fork í Utah. Þar var Guðný með 4 sonum sínum eftir lát Jóns.

Maður Guðnýjar var Jón Sigmundsson smiður, bóndi, f. 1. ágúst 1858, d. 4. júní 1908.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Borgfirzkar æviskrár. Margir höfundar. Sögufélag Borgarfjarðar 1969-2007.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Saga Íslendinga í Vesturheimi I-V. Þorsteinn Þ. Þorsteinsson, Tryggvi J. Oleson. Winnipeg: Þjóðræknisfélag Íslendinga í Vesturheimi: Menningarsjóður 1940-1953.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.