Guðný Laufey Eyvindsdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Guðný Laufey Eyvindsdóttir húsfreyja á Helgafellsbraut 21 fæddist 9. desember 1917 á Strandbergi og lést 1. desember 1987.
Foreldrar hennar voru Eyvindur Þórarinsson formaður, hafnsögumaður, f. 13. apríl 1892, d. 25. ágúst 1964, og kona hans Sigurlilja Sigurðardóttir húsfreyja, f. 21. desember 1891, d. 19. október 1974.

Börn Eyvindar og Sigurlilju voru:
1. Sigríður Ingibjörg, f. 26. ágúst 1913 á Oddsstöðum, d. 20. mars 1933.
2. Hans Ottó, f. 17. október 1914 á Oddsstöðum, d. 13. nóvember 1914.
3. Hans Björgvin, f. 14. júní 1916 á Fögrubrekku, d. 15. nóvember 1916.
4. Elías Þórarinn, f. 14. júní 1916 á Fögrubrekku, d. 16. marz 1980.
5. Guðný Laufey, f. 19. desember 1917 á Strandbergi, d. 1. desember 1987.
6. Guðfinna Sigurlilja, f. 3. desember 1921 á Strandbergi, d. 21. maí 2013.
7. Jóna Sigríður, f. 17. ágúst 1923 á Fögrubrekku, d. 17. febrúar 1927.
8. Þórarinn Guðlaugur, f. 11. október 1925 í Eyvindarholti, d. 26. nóvember 1976.

Laufey var með fjölskyldu sinni á Strandbergi 1917 og enn 1922, á Fögrubrekku 1923, í Eyvindarholti, (Blómsturvöllum, Brekastíg 7c) 1924 og en 1927, í Vestmannabraut 67, (Nýja-Bergholti) 1930, Vegbergi, (Skólavegi 32) 1934.
Hún var með þeim í Valhöll 1940.
Laufey starfaði að verslun fyrir hjónaband.
Þau Guðlaugur giftu sig 1941, bjuggu á Bárustíg 5 1944 og 1945, voru komin að Fífilgötu 3 1949 og voru þar enn 1953, en síðar að Helgafellsbraut 21.
Laufey lést 1987 og Guðlaugur 1989.

Maður Laufeyjar, (31. maí 1941), var Guðlaugur Óskar Stefánsson frá Gerði, bankamaður, forstjóri, kaupmaður, f. 12. ágúst 1916, d. 22. júlí 1989.
Börn þeirra:
1. Andvana drengur, f. 18. júní 1946 á Strandbergi.
2. Guðfinna Lilja Guðlaugsdóttir húsfreyja í Garðabæ, tónlistarkennari, f. 14. október 1948 í Reykjavík.
3. Inga Þórarinsdóttir húsfreyja, kennari, f. 14. nóvember 1946 á Seyðisfirði. Hún var kjörbarn hjónanna. Foreldrar hennar voru Þórarinn Guðlaugur bróðir Laufeyjar og Sigfríð Hallgrímsdóttir húsfreyja á Seyðisfirði, f. 14. júní 1927.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.