Guðni Guðmundsson (Landlyst)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Guðni Þórarinn Guðmundsson.

Guðni Þórarinn Guðmundsson frá Landlyst, tónlistarmaður, söngstjóri fæddist þar 6. október 1948 og lést 13. ágúst 2000.
Foreldrar hans voru Guðmundur Hróbjartsson skósmiður, f. 8. ágúst 1903, d. 20. ágúst 1975, og kona hans Sigrún Þórhildur Guðnadóttir húsfreyja, f. 16. janúar 1912, d. 20. desember 1993.

Börn Þórhildar og Guðmundar í Landlyst:
1. Guðrún Jónína Guðmundsdóttir, f. 17. apríl 1932 í Víðidal, d. 6. september 1989. Maður hennar Olgeir Jóhannsson.
2. Halldóra Guðmundsdóttir, f. 29. nóvember 1934, d. 2. júní 2009. Maður hennar Sigtryggur Helgason.
3. Helena Björg Guðmundsdóttir, f. 4. maí 1936 í Landlyst. Maður hennar Arnar Sigurðsson.
4. Konráð Guðmundsson, f. 30. desember 1938, d. 14. nóvember 2016. Kona hans Elín Guðbjörg Leósdóttir.
5. Sesselja Guðmundsdóttir, f. 8. ágúst 1940 í Landlyst, d. 9. janúar 1987. Maður hennar Reynald Jónsson.
6. Guðmundur Lárus Guðmundsson, f. 1. september 1942 í Landlyst, d. 24. október 2016. Kona hans Stefanía Ingibjörg Snævarr.
7. Guðni Þórarinn Guðmundsson, f. 6. október 1948 í Landlyst, d. 13. ágúst 2000. Kona hans Elín Heiðberg Lýðsdóttir.

Guðni var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lauk gagnfræðaprófi í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1965. Að því loknu nam hann við Tónlistarskóla Reykjavíkur og lauk þaðan tónmenntakennaraprófi árið 1969.
Haustið 1969 hóf hann nám við Det Kongelige danske musikkonservatorium. Hann lauk kantorprófi árið 1971 og síðan meiraprófi í orgelleik vorið 1976.
Samhliða náminu í tónlistarháskólanum stundaði hann nám í trompetleik og instrumentation. Guðni vann alla tíð með náminu og spilaði á hinum ýmsu stöðum. Hann spilaði á trompet í Lúðrasveit Gagnfræðiskólans í Eyjum og í Lúðrasveit Vestmannaeyja og fékk undanþágu yfirvalda vegna æsku til að spila á dansleikjum í Eyjum.
Hann vann einnig í fimm ár sem organisti í Vestre-fangelsinu í Kaupmannahöfn.
Guðni flutti heim frá námi 1976, starfaði um eins árs skeið við Langholtskirkju, var kennari við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar frá 1976, en tók við starfi organista Bústaðakirkju árið 1977. Hann sat fjölda námskeiða bæði hér á landi og erlendis.
Þau Elín giftu sig 1969, eignuðust tvö börn. Guðni lést árið 2000.

I. Kona Guðna, (25. maí 1969), er Elín Heiðberg Lýðsdóttir kennari, aðstoðarskólastjóri, f. 6. apríl 1948 í Strand í Noregi. Foreldrar hennar voru Halldóra Magnúsdóttir, f. 16. janúar 1921, d. 18. júlí 2004 og barnsfaðir hennar Lýður Sigtryggsson harmonikkuleikari, harmonikkumeistari Norðurlanda, framkvæmdastjóri í Osló, f. 6. júlí 1920 í Hrísey, d. 16. september 1982 í Noregi.
Börn þeirra:
1. Ólafur Magnús Guðnason húsasmiður, danskennari, f. 3. janúar 1975 í Danmörku. Kona hans Aníta Gísladóttir Magnússonar.
2. Halldór Örn Guðnason bókmenntafræðingur, margmiðlunarfræðingur í Bretlandi, f. 10. júlí 1981 í Reykjavík. Sambýliskona hans Aníta Hrund Sveinsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Elín Heiðberg Lýðsdóttir.
  • Íslendingabók.is.
  • Morgunblaðið 22. ágúst 2000. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.