Sigtryggur Helgason

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Sigtryggur Helgason.

Sigtryggur Helgason frá Einbúa við Bakkastíg 5, viðskiptafræðingur, forstjóri fæddist þar 5. október 1930 og lést 14. september 2012 á Landspítalanum.
Foreldrar hans voru Helgi Benediktsson athafnamaður, kaupmaður, útgerðarmaður, hótelrekandi, f. 3. desember 1899, d. 8. apríl 1971, og kona hans Guðrún Stefánsdóttir frá Skuld, húsfreyja, f. 30. júní 1908, d. 13. ágúst 2009.

Börn Guðrúnar og Helga:
1. Stefán Helgason útgerðarstjóri, f. 16. maí 1929, d. 30. apríl 2000.
2. Sigtryggur Helgason viðskiptafræðingur, framkvæmdastjóri, forstjóri í Reykjavík, f. 5. september 1930, d. 14. september 2012.
3. Guðmundur Helgason útvarpsvirki, f. 12. maí 1932, d. 15. maí 1953.
4. Páll Helgason ferðamálafrömuður, f. 14. júní 1933.
5. Helgi Helgason nemi, f. 31. október 1938, d. 28. ágúst 1960.
6. Guðrún Helgadóttir húsfreyja, f. 16. febrúar 1943, d. 9. júlí 2022.
7. Arnþór Helgason framkvæmdastjóri, tónlistarmaður, rithöfundur, vináttusendiherra, f. 5. apríl 1952.
8. Gísli Helgason tónlistarmaður, hljóðmeistari, f. 5. apríl 1952.

Sigtryggur var með foreldrum sínum í æsku, í Einbúa við Bakkastíg 5, á Grímsstöðum við Skólaveg 27, á Heiðarvegi 20.
Hann lauk landsprófi við Gagnfræðaskóla Vesturbæjar í Reykjavík 1947, varð stúdent í Menntaskólanum í Reykjavík 1951, cand. oecon-viðskiptafræðingur í Háskóla Íslands 1955.
Hann vann hjá föður sínum á unglingsárum, við saltfiskþurrkun, var sendisveinn og vann byggingarstörf og við uppskipun. Hann sá um heyskap á búi föður síns á sumrin meðan á námsárum í Reykjavík stóð.
Að námi loknu var hann skrifstofustjóri hjá föður sínum í Eyjum 1955-63, framkvæmdastjóri Þ. Jónsson & Co í Reykjavík 1963-74, var framkvæmdastjóri Toyota-varahlutaumboðsins frá 1974 og stofnaði ásamt öðrum Brimborg ehf. 1977 og var þar forstjóri þar til hann lét af störfum 1999.
Þau Halldóra giftu sig 1955, eignuðust fjögur börn, en misstu fyrsta barn sitt nýfætt. Þau bjuggu á Heiðarvegi 20, Strembugötu 22, fluttu til Reykjavíkur 1963, bjuggu lengst í Hlyngerði þar.
Halldóra lést 2006 og Sigtryggur 2012.

I. Kona Sigtryggs, (10. apríl 1955), var Halldóra Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 29. nóvember 1934, d. 2. júní 2009.
Börn þeirra:
1. Drengur, f. 18. júlí 1955, d. sama dag.
2. Þórhildur Sigtryggsdóttir læknir, f. 14. september 1956. Fyrrum eiginmenn Karl Kristinsson og Hrafnkell Óskarsson.
3. Kristbjörg Hrund Sigtryggsdóttir viðskiptafræðingur, f. 28. maí 1962. Eiginmaður Skapti J. Haraldsson.
4. Fjölnir Sigtryggsson, f. 18. júlí 1967, d. 24. janúar 1989.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.