Guðríður Woolf (Vigfússon)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Guðríður Woolf.

Guðríður Woolf húsfreyja, síðar í Vesturheimi fæddist 26. apríl 1858 og lést desember 1933.
Foreldrar hennar voru Valgerður Jónsdóttir, f. 20. ágúst 1832, d. 7. október 1896, og Anton Peter Wulf verslunarstjóri á Ísafirði, í Ólafsvík og í Knudsensverslun í Reykjavík, var slökkviliðsstjóri og bæjarfulltrúi í Reykjavík, fórst með skipinu Anne Marie við Hornstrandir.

Guðríður var þriggja ára með vinnukonunni móður sinni og Hjálmari Ísakssyni hálfbróður sínum í Kastala 1860, með húsfreyjunni móður sinni, hálfsystur sinni Sigurbjörgu Einarsdóttur og stjúpföður sínum Einari Jónssyni sjávarbónda í Litlabæ 1870. Hún var 22 ára móðir Margrétar Jónínu Markúsdóttur á fyrsta ári, móður sinni og fjölskyldu hennar í Litlabæ 1880.
Guðríður fór til Vesturheims 1886 ásamt Markúsi, börnunum Margréti, Sigríði, Valdimar, og móður sinni Valgerði og var ferðinni stefnt til Utah.
Hún gekk undir nafninu Gudridur W. Johnson og Gudridur Wolfsdottir Vestanhafs. Guðríður vann ýmis störf í Utah, við hveitiuppskeru og tíndi kirsuber meðfram vatnsbökkum. Þau Markús áttu nokkrar kindur, sem hún annaðist, prjónaði úr ullinni og seldi. Þá tók hún að sér heimilisstörf fyrir vandalausa, sem gátu greitt laun.

Maður Guðríðar, (21. október 1882), var Markús Vigfússon vinnumaður frá Hólshúsi, þá húsmaður í Litlabæ, f. 25. desember 1851.
Börn Markúsar og Guðríðar hér:
1. Margrét Jónína Markúsdóttir, f. 21. nóvember 1878, d. 6. febrúar 1925.
2. Friðrik Grímur Markússon, f. 13. júlí 1882, d. 18. júlí 1882 úr mislingum.
3. Sigríður Ingibjörg Markúsdóttir, f. 21. júlí 1883, d. 6. september 1943.
4. Valdimar Einar Markússon, f. 23. mars 1885, d. í júlí 1886 á leið til Utah.
5. William Marcus, f. um 1891, sá, sem veitti Our Pioneer Heritage upplýsingar.
Guðríður fæddi 7 börn Vestanhafs.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Magnús Haraldsson.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.