Valgerður Jónsdóttir (Norðurgarði)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Valgerður Jónsdóttir frá Norðurgarði, síðar húsfreyja í Litlabæ og að lokum meðal útflytjenda til Vesturheims 1886, fæddist 20. ágúst 1832 og lést 7. október 1896.
Foreldrar hennar voru Jón Jónsson bóndi í Norðurgarði, f. 1. mars 1791 í Fljótshlíð, hrapaði til bana úr Stórhöfða 21. ágúst 1851, og kona hans Ingibjörg Guðmundsdóttir húsfreyja í Norðurgarði, f. 26. nóvember 1799, d. 29. nóvember 1883.

Valgerður var í foreldrahúsum í Norðurgarði. Hún var þar hjá móður sinni 1855, vinnukona í Kastala 1860, húsfreyja í Litlabæ 1870 og 1880.
Hún fór til Vesturheims 1886 frá Litlabæ. Hún var þar í fylgd dóttur sinnar Guðríðar og manns hennar Markúsar Vigfússonar, f. 25. desember 1851, og þriggja barna þeirra. Valgerður var þá 55 ára „gift kona“.

Valgerður átti börn með fimm mönnum og giftist einum þeirra:
I. Barnsfaðir hennar var Guðmundur Árnason, 19 ára, frá Kirkjubæ, f. 29. desember 1829, hrapaði til bana 25. ágúst 1850, þá vinnumaður á Gjábakka.
Barnið var
1. Guðmundur Guðmundsson, f. 2. september 1850, d. 22. nóvember 1851 „af Barnaveikindum“.

II. Einar Guðmundsson bóndi á Steinsstöðum, f. 26. mars 1834, d. 27. maí 1858. Þau Valgerður voru systrabörn.
Börn Valgerðar og Einars voru:
2. Ingibjörg Einarsdóttir, f. 8. mars 1854, d. 24. apríl 1905. Var hjá ömmu sinni í Norðurgarði 1860, léttastúlka á Fögruvöllum 1870, vinnukona á Stíflu í Fljótshlíð 1880, vinnukona á Blábringu á Rangárvöllum hjá Jóni Guðmundssyni barnsföður sínum og fjölskyldu hans 1890 með barni þeirra Ingigerði Jónsdóttur.
3. Jón Einarsson á Garðsstöðum, f. 27. janúar 1857, d. 10. október 1906. Kona hans var Ingibjörg Hreinsdóttir húsfreyja á Garðsstöðum og Eiðum f. 13. janúar 1854, d. 18. nóvember 1922.

III. Barnsfaðir hennar var Anton Peter Wulff, f. 13. mars 1816 í Præstoamti í Danmörku, d. 22. október 1866, verslunarstjóri á Ísafirði, í Ólafsvík og í Knudsensverslun í Reykjavík, slökkviliðsstjóri og bæjarfulltrúi í Reykjavík, fórst með skipinu Anne Marie við Hornstrandir á leið til Kaupmannahafnar.
Barn þeirra
4. Guðríður Woolf (Vigfússon), f. 26. apríl 1858, d. 8. desember 1933. Guðríður fór til Vesturheims 1886.

IV. Ísak Jakob Jónsson þurrabúðarmaður í Kastala, síðar bóndi í Norðurgarði, f. 1833.
Barn þeirra:
5. Hjálmar Ísaksson skipasmiður í Kuðungi, f. 17. september 1860, d. 3. október 1929. Kona hans, (1886), var Andría Hannesdóttir frá Grímshjalli, f. 1857, d. 1899.

V. Maður Valgerðar, (29. maí 1862), Einar Jónsson frá Dölum, sjávarbóndi í Litlabæ, f. 1815, d. 13. mars 1894.
Barn þeirra:
6. Sigurbjörg Einarsdóttir, f. 10. apríl 1862. Hún fór til Vesturheims frá Nýborg 1889.
7. Steinunn Einarsdóttir, f. 25. janúar 1864, d. 21. júlí 1864 úr kvefsótt.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.